fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Skilnaður var óumflýjanlegur – Hvað átti Guðrún að gera?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. september 2018 12:00

Young woman writing postcard in pub

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvennum sögum fer af því hvort sagan sem hér fer á eftir af skilnaði Guðrúnar og Guðmundar sé sönn eða ekki, en góð er hún. Allt er gott sem endar vel, er það ekki?

Eftir öll mistök, framhjáhald og vesen í hjónabandinu var þetta búið hjá Guðmundi og Guðrúnu og skilnaður óumflýjanlegur.
Auk þess hafði Guðmundur fundið aðra í Lækjargötunni.
Svo Guðrún átti að flytja út. Hún eyddi fyrsta deginum í að pakka öllu niður í kassa. Næsta dag kom flutningabíllinn og sótti allt dótið hennar. Þriðja daginn settist hún við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti, kveikti á kertum, setti góða músik á og borðaði stóran skammt af rækjum, rússneskum kavíar og drakk flösku af Chardonnay.
Þegar hún hafði borðað, gekk hún í hvert einasta herbergi og tróð rækjurestum inn í endana á öllum gardinustöngunum!
Þar á eftir gerði hún eldhúsið hreint og yfirgaf húsið.
Þegar Guðmundur kom til baka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagarnir ekkert nema gleði og hamingja.
En svo byrjaði húsið smá saman að lykta.
Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu, loftuðu út. Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega,kannski voru þar dauðar mýs og rottur, teppin voru hreinsuð, og ilmpokum og loftfrískandi vörum var komið fyrir alls staðar.
Meindýravörnin var kölluð til og húsið var „gasað“ gegn lyktinni, það þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga. Að lokum var allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og vandlega. Ekkert hjálpaði. Vinirnir hættu að koma í heimsókn. Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að vinna í húsinu.
Húshjálpin sagði upp. Á þessum tímapunkti gátu þau ekki heldur haldið fnykinn út lengur, svo þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst. þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.
Sagan gekk um af hverju húsið seldist ekki og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra. Að lokum voru þau neydd til að taka stórt bankalán til að kaupa nýtt hús.
Guðrún fyrrverandi eiginkonan hringdi til Guðmundar og spurði hvernig gengi. Guðmundur sagði henni söguna um rotna húsið.
Hún hlustaði með mikilli umhyggju og sagði svo að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, og hún gæti vel hugsað sér að kaupa húsið aftur. Guðmundur var viss um að fyrrverandi vissi ekkert um hve málið væri slæmt, svo hann samdi við Guðrúnu að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifa yrði undir samdægurs.
Hún samþykkti það. Viku seinna stóðu Guðmundur og kærastan í húsinu í síðasta sinn og þau hlógu yfir sig hamingjusöm. Og þeim var létt þegar fluttningabíllinn kom og sótti allt þeirra dót til að keyra því yfir í nýja húsið.
Þar á meðal gardínustöngunum!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024