Feðgarnir Símon I. Kjærnested og sonur hans, Stefán Kjærnested, hafa sett glæsilega fasteign að Sólvallagötu 10 í Reykjavík í sölu. Símon er skráður 100% eigandi, en Stefán býr þar ásamt börnum sínum.
Eignin er stórglæsileg, en húsið var byggt árið 1931 og arkitekt Einar Erlendsson fv. húsameistari ríkisins, 415 fm eign sem hefur verið tekin mikið í gegn að innan sem utan. Húsið er á stórri lóð sem er um 792,7 fermetrar og á lóðinni er bílastæði fyrir sex bíla.
Húsið er á þremur hæðum með ríflegri lofthæð með tveimur stofum, sex svefnherbergjum, fataherbergi, þremur baðherbergjum, glæsilegu eldhúsi, þvottahúsi og bílskúr.
Feðgarnir voru í fréttum DV fyrir tæpu ári síðan vegna fyrirtækis þeirra Leiguherbergi ehf., en það rekur umfangsmikla leigustarfsemi án leyfa.
Áhugasamir geta kynnt sér eignina betur hér.