fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Íslenskir auðkýfingar framtíðarinnar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. september 2018 09:30

Þorsteinn B. Friðriksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægð fylgir ekki alltaf peningum ekki frekar en að peningum fylgi frægð, á það sérstaklega við hér á landi. Það gerist þó oft og eiga margir þekktir einstaklingar nóg af peningum. DV tók saman nokkra fræga sem eru ekki á flæðiskeri staddir.

Gísli Hauksson

Gísli Hauksson stofnaði hið umdeilda fjármálafyrirtæki GAMMA rétt fyrir efnahagshrunið árið 2008. Fyrirtækið óx hratt á næstu árum og sérstaklega með því að koma auga á ýmis tækifæri, eins og þau sem sköpuðust á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Gísli hætti sem forstjóri GAMMA með hvelli í mars á þessu ári. Hann hefur síðan einbeitt sér að eigin fjárfestingum og hefur sýnt að hann er klókur á því sviði.

„Gísli þefar uppi tækifæri til að græða peninga. Hann á eftir að gera eitthvað stórt,“ segir einn álitsgjafi.

Gísli Hauksson, einn stofnandi GAMMA

 

Þorsteinn B. Friðriksson

Þorsteinn var maðurinn á bak við Plain Vanilla-ævintýrið sem var ótrúlegt í meira lagi. Leikur félagsins, Quiz up, sló í gegn meðal notenda smáforrita um allan heim. Tilboðum upp á milljarða rigndi inn en Þorsteinn og félagar ákváðu að taka fyrirtækið alla leið og stóðu í stafni er verðmæti þess fuðraði upp. Eftir stendur gríðarleg þekking og reynsla sem Þorsteinn mun búa að við uppbyggingu næstu gullgæsar, Teatime Games.

„Það þarf bara einhver að löðrunga Steina næst og garga á hann: Seldu Steini, seldu,“ segir álitsgjafi.

 

Þorsteinn B. Friðriksson

Ingólfur Abraham Shahin

Eitt heitasta fyrirtæki landsins er bókunarfyrirtækið Guide to Iceland. Fyrirtækið hagnaðist um 676 milljónir króna í fyrra og greidd út 600 milljóna króna arð til hluthafa. Þá var á dögunum tilkynnt að bandaríska ráðgjafar- og eignarstýringarfyrirtækið State Street Global Advisors hafi fjárfest í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða.

Ingólfur Abraham á 55,3% hlut í fyrirtækinu í gegnum félag sitt, Djengis ehf. Á dögunum fjárfesti hann í glæsilegri fasteign til eigin nota að Fjölnisvegi 11 í miðbæ Reykjavíkur.

„Bókunarævintýrið er rétt að byrja og er eiginlega alveg magnað. Ingólfur á eflaust eftir að láta til sín taka á öðrum sviðum,“ segir álitsgjafi.

 

Ingólfur Abrahim Shahin

Andri Gunnarsson

Bæjarstjórasonurinn í Garðabæ er umsvifamikill fjárfestir. Hann hefur setið í stjórnum fjölda félaga og er séfræðingur þegar kemur að skattamálum og kaupum og sölu fyrirtækja. Hann er meðal annars einn af eigendum Óskabeins ehf. sem á 2,05% hlut í VÍS auk þess að eiga 10% hlut í Kortaþjónustunni.

„Andri er nánast ofvirkur, fluggreindur og útsjónarsamur. Hann er með öll verkfærin til þess verða afar farsæll í íslensku viðskiptalífi,“ segir álitsgjafi.

Andri Gunnarsson. Ljósmynd/Nordik
Andri Gunnarsson. Ljósmynd/Nordik

Birgitta Líf Björnsdóttir

Birgitta Líf er erfingi World Class-veldisins sem er hvergi nærri falli. Hún er þegar farin að hafa afskipti af fyrirtækinu með því að sjá um markaðssetningu þess á samfélagsmiðlum. Hún hefur gott auga á þeim vettvangi enda er hún ein af vinsælli samfélagsmiðlastjörnum landsins.

„Birgitta er afar klók og með gott auga fyrir stíl og tísku. Hún lifir fyrir hreyfingu og allt tengt heilsu. Íslendingar verða bara feitari og því þarf einhver að sjá um það vanþakkláta hlutverk að taka við árskortagreiðslum þeirra sem mæta aldrei í ræktina. Birgitta er best fallin til þess,“ segir álitsgjafi.

Birgitta Líf mun taka við World Class-veldinu.

Agnes og Rebekka Guðmundardætur

Agnes og Rebekka eru dætur eins umsvifamesta kvótakóngs landsins, Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Þær hafa setið í stjórn félagsins síðan í apríl 2016 og hafa því aflað sér mikilvægrar þekkingar á stjórnun fyrirtækja og fjárfestingum.

„Þetta eru flottar ungar konur með bein í nefinu. Guðmundur hefur byggt upp ótrúlegt veldi og því er aldrei að vita nema dæturnar verði föðurbetrungar og fari með himinskautum í íslensku viðskiptalífi,“ segir álitsgjafi.

Agnes Guðmundsdóttir

Baldvin Þorsteinsson

Samherjaprinsinn og fyrrverandi handboltakappinn hefur sinnt mörgum veigamiklum verkefnum innan veldis föður síns. Hann var um tíma framkvæmdastjóri Kaldbaks, fjárfestingarfélags í eigu Samherja, og var síðan forstjóri Jarðborana hf. um tveggja ára skeið á afar krefjandi tímum. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja.

„Baldvin er keppnismaður fram í fingurgóma. Hann er búinn að ná sér í mikla reynslu í vernduðu hreiðri fjölskylduveldisins. Hann á eftir að spjara sig vel á eigin fótum,“ segir álitsgjafi.

Baldvin Þorsteinsson

Benedikt Einarsson

Benedikt er sonur Einars Sveinssonar, sem er einn af ættarlaukum Engeyjarættarinnar valdamiklu. Einar, faðir hans, hefur verið afar umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi undanfarna áratugi og á hluta í mörgum öflugum fyrirtækjum. Þar má meðal annars nefna Kynnisferðir, Dagar (áður ISS) Borgun og Tékkland. Einar hefur eftirlátið Benedikt að stýra ýmsum veigamiklum þáttum fjölskylduveldisins.

„Hann er hámenntaður lögfræðingur en skartar einnig MBA-gráðu frá virtum skóla í Barcelona. Það og öflugur heimanmundur mun gera að verkum að Benedikt verður áhrifamikill í íslensku viðskiptalífi á næstu árum,“ segir álitsgjafi.

Benedikt Einarsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone