Í dag hefst auglýsingaherferð Slysavarnafélagsins Landsbjargar í öflun Bakvarða. Markmiðið er fyrst og fremst að bjóða landsmönnum að gerast Bakverðir.
Söfnunarþáttur verður föstudaginn 21. september í opinni útsendingu á Stöð 2.
Framlög Bakvarða skipta einingar félagsins gríðarlega miklu máli og margt af því sem við gerum í dag væri ómögulegt ef ekki væri fyrir þeirra liðsstyrk.
Söfnunarátakið snýst fyrst og fremst um að fjölga í liði Bakvarða. Bakverðir styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg með frjálsu framlagi í hverjum mánuði.
Eru margir að gefa vinnu sína?
Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja gefur vinnu sína eða veitir verulegan afslátt í tengslum við útendinguna þann 21. september. Enginn sem fram kemur í þættinum hlýtur greiðslu fyrir framlag sitt, hvorki dagskrárgerðarfólk, viðmælendur eða sjálfboðaliðar í símaveri.
Er verið að safna fyrir einum ákveðnum hlut?
Nei. Slysavarnafélagið Landsbjörg er að biðja fólk um stuðning svo félagið geti alltaf verið til reiðu og brugðist hratt við þegar vá steðjar að. Reglulega þarf að fjárfesta í dýrum tækjabúnaði og tryggja að félagar hljóti fyrsta flokks þjálfun.
Hvað verður um framlag Bakvarða?
Stuðningur Bakvarða rennur beint til björgunarsveita og slysavarnafélaga um land allt í gegnum tekjuskiptingakerfi félagsins. Stuðningur Bakvarða er hins vegar ekki eingöngu fjárhagslegur. Hann er einnig mikilvæg viðurkenning á óeigingjörnu framlagi sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Auglýsingakostnaður?
Birtingar á auglýsingum í aðdraganda þáttarins eru (að stórum hluta/meðal annars) greiddar af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Aðalstyrktaraðilarnir koma einnig að kostun þáttarins. Kostnaði félagsins hefur því verið haldið í lágmarki.
Er tekið á móti stökum framlögum?
Að sjálfsögðu. Allar styrkir eru vel þegnir og Slysavarnafélagið Landsbjörg er þakklát fyrir allan þann velvilja sem því er sýndur.
Geta allir gerst Bakverðir?
Já. Svo framarlega sem viðkomandi er fjárráða/yfir 18 ára.
Geta fyrirtæki verið Bakverðir?
Svo sannarlega. Í dag eru nú þegar yfir 200 fyrirtæki Bakverðir.