Í dag er fimmtudagur og það þýðir bara eitt. Við skoðum hvaða tíst slógu í gegn á Twitter í vikunni. Að venju var mikið líf og fjör á miðlinum þessa viku.
Við tókum saman vikuna á Twitter og þar kennir ýmissa grasa – eins og ávallt. Gjörið svo vel.
alfþingi pic.twitter.com/h9doXMtH9E
— $ (@SveinnKjarval) September 12, 2018
Sonur minn var að spyrja mig hvernig börnin verða til ? Ætli ég þurfi ekki að eiga þetta samtal við hann fyrst hann er byrjaður á öðru ári í MR.
— Björn Bragi (@bjornbragi) September 12, 2018
10.000 manns getur verið yfirþyrmandi. En þessi flotta stelpa stóð sig eins og hetja ?? pic.twitter.com/gFzYgRLm5A
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) September 12, 2018
Erik Hamrén hefur allt til að verða næsti formaður Bjartrar framtíðar. pic.twitter.com/kfWpxpTj7T
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 11, 2018
Nokkur dæmi úr
orðabók mömmu minnar:Krokkó = Crocs
Nasshjós = Nachos
Gúggamóló = Guacamole
Drínks = Drykkir
Pæjurnar = Allar vinkonur mínar— Brynja Bjarnadóttir (@brynjabjarna) September 11, 2018
Sorry með mig en Reykjavík Meat hlýtur að vera slakasta veitingastaðanafnið í bransanum. Það hljómar miklu meira eins og Berlín inspíreraður hommaklúbbur
— Hans Orri (@hanshatign) September 11, 2018
Þegar ég var 7 ára rakaði pabbi minn mottuna af sér. Þann dag var snarvitlaust veður. Hann sagði mér að mottan hafi fokið af honum.
Ég trúði þessu í næstum 15 ár.
— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) September 11, 2018
Ég vaknaði um nótt og sagði upphátt ég er hættur síðan eru liðin 22 ár ❤️ ❤️ ❤️
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) September 11, 2018
0-6 mánaða: “það er örugglega á brjósti er haggi?”
6-7 mánaða: öllum drull
7+ mánaða: “hva á það að vera á brjósti til fimm ára aldurs eða??”— glówdís (@glodisgud) September 10, 2018
Við hötum Októberfest, við hötum Secret Solstice, við þolum ekki hjólreiðakeppnir, við pirrumst yfir flugsýningum. Við erum svo plebbaleg og eigum svo erfitt með að setja okkur í spor annarra að við getum einungis glaðst með því sem við tökum sjálf þátt í. Að trufla er verboten.
— Erlendur (@erlendur) September 10, 2018
Það er enginn sem fylgist betur með hjúskaparstöðu minni en skrifstofa Alþingis. Þrisvar á ári a.m.k. fæ ég nefnilega símtalið: „Sæl Áslaug, kemur þú með maka í [þingsetninguna, fullveldisboðið, þingveisluna]?"
— Áslaug Arna (@aslaugarna) September 10, 2018
Gæinn sem bjó til G-strenginn var þokkalega graður.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) September 10, 2018
Kemst sennilega aldrei á einhleypralista Smartlands af því ég kallaði Smartland einu sinni endaþarm íslenskra fjölmiðla og það fékk óvart ca 3000 likes og endaði í DV. The joke is on me now. #regrets
— AndreaSigurðardóttir (@andreasig) September 9, 2018
*Ég pósta mynd af mér á instagram í rannsóknarstofu*: Búin að finna lækninguna við krabbameini ???
15 like, 1 comment.*Ég pósta mynd af mér í flugfreyjubúning*: sumrinu í háloftunum að ljúka ✈️?
350 like, 27 comment.— Solveig Óskarsdóttir (@solveigoskarsd) September 9, 2018
Ekki í lagi. pic.twitter.com/qgH3ixcqqw
— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) September 9, 2018
Hugur minn er hjá bændum… pic.twitter.com/SU4QXN0mo6
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) September 9, 2018