fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Hinsegin dagar hefjast á hádegi í dag – Gleðirendur málaðar á Skólavörðustíg

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinsegin dagar hefjast á hádegi í dag þegar stjórn Hinsegin daga mun, ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, mála fyrstu rendur hinseginfánans á Skólavörðustíg.

Þetta er annað árið í röð sem Skólavörðustígur er prýddur fánanum, en hefð hefur skapast fyrir því að mála eitthvað kennileiti borgarinnar fánanum. Áður hafa tröppur Menntaskólans í Reykjavík og heimreið ráðhúss Reykjavíkurborgar prýtt hinn litríka fána.

Stjórn Hinsegin daga

Eftir að Dagur og stjórn daganna hafa málað hinar táknrænu fyrstu gleðirendur er gestum og gangandi frjálst að taka sér málningarbursta í hendi og mála Skólavörðustíginn frá gatnamótum hans við Bergstaðastræti og að Laugavegi.

Hinsegin dagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 1999 og standa þeir yfir frá 7. til 12. ágúst. Dagskráin er fjölbreytt að vanda og má þar nefna sögusýningu, tónleika, dragsýningu og uppistand, en í heildina eru viðburðirnir rúmlega 30 talsins.

Dagarnir ná hápunkti sínum með gleðigöngunni víðfrægu og útihátíð á laugardaginn næstkomandi. Gleðigangan fer að þessu sinni frá Hörpu að Hljómskálagarðinum, þar sem útihátíðin fer fram. Á undanförnum árum hafa 70 til 100 þúsund gestir tekið þátt í gleðinni og búast skipuleggjendur við miklum mannfjölda í ár.

Dagskrá Hinsegin daga má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“