Brekkusöngurinn hefst núna kl. 23 á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en hann hefur jafnan þótt hápunktur hátíðarinnar, sem lýkur kl. 5 í fyrramálið.
Það er hins vegar búið að vera nóg af skemmtiatriðum í boði frá því á fimmtudag og í myndböndunum hér fyrir neðan má sjá brot af stemningunni í Eyjum um helgina.
Þjóðhátíðargestir hafa ekkert verið að láta veðrið hafa áhrif á gleðina, en veðrið er ekki búið að vera með besta móti í dag og gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir Suðurland.
[videopress EKnu2doa]
[videopress pnFpCZjO]
[videopress OtroCsF6]