fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

„Við horfumst í augu við faraldur sem við höfum sofnað á verðinum gagnvart“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. ágúst 2018 18:30

Hildur Eir Bolladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 18. ágúst næstkomandi. Fjölmargir einstaklingar og hlaupahópar hafa skráð sig á Hlaupastyrkur, þar sem þeir safna áheitum fyrir hin ýmsu málefni.

Ein af þeim er Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju, sem hyggst hlaupa 10 km fyrir Minningasjóð Einars Darra.

Faðir og systir Einars Darra voru í viðtali  við DV í síðasta mánuði. Hann er þó ekki eina ungmennið, sem látist hefur af völdum lyfseðilskyldra efna því eins og Hildur Eir segir í færslu sinni á Facebook, þar sem hún hvetur vini sína til að heita á sig, hafa ástvinir Þórhalls Birkis heitið á hana.

„Elsku vinir nú þegar hafa safnast 108.000 krónur á þetta hlaup, þar eiga ástvinir Þórhalls Birkis sem jarðsunginn var frá Akureyrarkirkju í fyrradag stóran hlut. Þórhallur var 25 ára gamall þegar hann lést úr sínum fíknisjúkdómi og líkt og Einar Darri og fjöldi annarra ungmenna sem dáið hafa úr sama sjúkdómi hér á landi var Þórhallur elskaður af öllu hjarta, hann var hæfileikaríkur, hjálpsamur, kraftmikill, hugmyndaríkur, fallegur að utan sem innan, dýrkaði systkinabörn sín og sinnti þeim af alhug þegar hann var frískur, vann í eldhúsinu á dvalarheimilinu Hlíð og var flottur kokkur og elskaður af samstarfskonum sínum. Hann var ómetanlegur eins og Einar Darri og öll hin sem hafa farið sömu leið. Við horfumst í augu við faraldur sem við höfum því miður sofnað á verðinum gagnvart. Nú þarf að leggja krafta og fé í alvöru forvarnir. Mig langar að safna meiri pening.“

Einar Gunnlaugsson, föðurbróðir Þórhalls Birkis, sagði í samtali við DV á föstudag að hann ætli að helga líf sitt þeim vágesti sem fíkniefni eru. Hann bendir á að á þessu ári hafi í það minnsta 15 manns látist af völdum fíkniefna meðan banaslys í umferðinni voru talsvert færri, sex á fyrstu fjórum mánuðum ársins. „Ef þessi fjöldi ungmenna hefði dáið í umferðinni á Glerárgötunni, þá væri búið að setja milljónir í að laga Glerárgötuna. En vegur lífsins fær ekki nokkur einasta pening.“

Hér má heita á Hildi Eir og aðra sem hlaupa fyrir Minningarsjóð Einars Darra.

Hér má sjá öll góðgerðarfélög sem hlauparar safna áheitum fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“