fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Þær beruðu sig á síðum Playboy – Er nektin þeim feimnismál í dag?: „Maður á ekki að skammast sín fyrir svona“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarhefti bandaríska Playboy árið 1998.

Við eigum sterkasta fólkið, magnaða tónlistarmenn, bestu leikarana, kynngimagnaða náttúru og svo auðvitað fallegustu konurnar. Fyrir um 20 árum uppgötvaði ritstjóri Playboy að hér mætti leita fanga fyrir sumarhefti tímaritsins sem kom út árið 1998.

Íslenskt þema varð fyrir valinu með forsíðufyrirsögninni „The Hot Hot Women of Iceland.“ Þar var fjölmörgum stúlkum héðan og þaðan af landinu boðið að sitja fyrir hjá þekktasta klámblaði veraldar. Á hinu litlu Íslandi flykktust íslenskir karlmenn til að festa kaup á umtalaðasta klámblaði ársins. Nú eru liðin tuttugu ár frá því að Playboy-tímaritið birti myndaþáttinn. Á þessum tíma voru þrettán ungar konur sem tóku umdeilda ákvörðun.

Þetta var á þeim tíma sem strippbúllur spruttu upp eins og gorkúlur, Davíð Þór Jónsson leikstýrði fólki í að stunda kynlíf fyrir myndatökur í Bleikt og blátt sem seldist sem aldrei fyrr. Það má segja að kynlífsæði hafi ríkt hér á landi á þessum árum. Konur tóku þátt í fegurðarsamkeppnum með stolti eða komu fram naktar og lýstu sumar yfir að þetta opnaði hinar ýmsu dyr. Þær vissu reyndar ekki þá að þær ættu eftir að iðrast alls þessa. Og niðurstaðan er einfaldlega sú, eftir að DV fór að kanna málið, að konur ættu aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppnum eða sitja fyrir naktar þegar þær eru ungar. Eftir tíu ár eða tuttugu, þegar fjölmiðlar vilja einn daginn rifja upp þær sögur munu langflestar konurnar ekki vilja tjá sig. Þær skammast sín fyrir þennan tíma í lífi sínu. Þegar DV hafði samband við konurnar þótti það mikið feimnismál hjá flestum að rifja upp þessa örlagaríku ákvörðun. Sumar vildu hreinlega ekkert tjá sig um myndatökurnar og vildu að ljósmyndirnar heyrðu fortíðinni til.

Svipuð atburðarás hefur átt sér stað þegar fyrrverandi sigurvegarar í fegurðarsamkeppnum hafa verið beðnir um að tjá sig um þátttökuna. Þegar DV fór á stúfana fékk blaðamaður svör á borð við þessi: „Ég var ung og mig vantaði peninginn“ og „Það þarf auðvitað að hugsa um börnin.“

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er hins vegar ekki þekkt fyrir spéhræðslu. Ásdís sat fyrir í búlgarska Playboy árið 2010 við jákvæðar undirtektir og gríðarlegt umtal á því ári. Þess má geta að Ásdís er eini Íslendingurinn, ásamt Berthu Maríu Waagfjörð, sem hefur setið fyrir í sérstökum myndaþáttum fyrir tímaritið ásamt því að prýða forsíðuna.

Segir kvenréttindastefnu vera stóra hindrun

Ásdís segir í samtali við DV að hún hafi ekki orðið mikið vör við framan nefnd feimnismál í gegnum tíðina, hvorki varðandi nektarmyndatökur né fegurðartitla, nema þá stöku sinnum. „Það er þá út af þessari kvenréttindastefnu síðustu árin – að konur eru hvattar til þess að leita ekki eftir viðurkenningu fyrir fegurð eða líkama,“ segir Ásdís.

„Slík herferð hefur haft mikil áhrif á konur á Íslandi og kannski þær sem eiga titla verða hálf kjánalegar í kjölfarið og þora ekki að vera stoltar af þeim. Það er náttúrlega bara bull að láta þetta hafa áhrif á sig ef þú hefur unnið fegurðarkeppnir. Þessu fylgir mikil vinna, lífsreynsla og skemmtilegar minningar sem ekki á að skammast sín fyrir. Þetta verður væntanlega alltaf umdeilt og bókað að ekki allir verði jafn hrifnir, en það þarf ekki að horfa á þetta með neikvæðum augum.“

Rifu sig úr að ofan þegar tækifærið kom

Ásdís ræðir Free the Nipple-byltinguna árið 2016 í beinu framhaldi á umræðunni um þessi feimnismál. „Mér var nú heldur brugðið þegar landinn tók upp á þessu. Eins og ekkert væri eðlilegra en að ganga um bæinn á brjóstunum,“ segir hún.

„Mér þykir furðulegt að sjá stelpur sem fussuðu yfir því að ég væri að pósa fyrir Playboy fyrir fullt af peningum, vera fyrstar til að rífa sig úr að ofan þegar tækifærið kom. Ég veit ekki hvernig á að dæma þetta, en ég held að konur ættu bara að gera það sem þær vilja og láta sér líða vel með það. Hvort sem það er að ganga niður Skólavörðustíginn á brjóstunum, pósa fyrir ljósmyndara eða bara halda sig heima í fötunum.“ Þá rifjar hún upp minningarnar af myndatökunni sinni og hvernig upprunalega boðið kom til.

„Þetta tilboð frá Playboy var búið að liggja á borðinu hjá mér í um tvö ár þegar til ég sló til eftir mikla umhugsun og ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun,“ segir Ásdís og tekur fram að það sem hélt aftur af henni hafi aðallega verið „litla Ísland“, eins og hún orðar það.

„Við erum svo lítil þjóð, það eru fá tímarit í boði og svona efni er almennt ekki fyrir augum almennings eins og tíðkast erlendis, þannig að Íslendingar eru kannski ekki sérlega opnir fyrir svona tímaritum. Erlendis er þetta annars vegar mikið stöðumerki, jafnvel heiðursmerki, og yfirleitt bara stórstjörnur sem prýða forsíðumyndaþætti fyrir Playboy.“

Góð viðbrögð og hærri laun

Ásdís segir að um fimmtán manns hafi unnið að hennar tökum fyrir tímaritið. Tökutímabilið var þrír dagar og hún segist ekki hafa verið laus við stressið á fyrsta deginum, þrátt fyrir að vera þaulreynd í fyrirsætustörfum. „Ég titraði allan fyrsta daginn en seinni daginn var ég orðin sjóuð og vön því að hafa allt þetta fólk horfandi á mig pósandi nakta,“ segir hún sæl. „Útkoman var miklu betri en ég var búin að ímynda mér, og er ég enn í dag mjög sátt við mitt framlag fyrir Playboy.“

Að sögn Ísdrottningarinnar skapaði þessi myndataka gríðarleg tækifæri fyrir hana um alla Evrópu. „Launin mín í almennum verkefnum hækkuðu helling og það rigndi inn tilboðum fyrir forsíður, myndaþætti og skemmtileg verkefni í kjölfarið,“ segir hún. Að sögn Ásdísar var myndaþáttur hennar í búlgarska Playboy-tímaritinu birtur um alla Evrópu og varð jafnframt að stærsta myndaþætti sem birtist í þýska Playboy á þessum tíma, en þýska útgáfa tímaritsins keypti birtingarréttinn á myndum Ásdísar. Segir hún Íslendinga á sínum tíma hafa tekið almennt vel í Playboy-myndirnar hennar enda tímaritið söluhæst í Eymundsson í nokkra mánuði það ár.

Þegar náðist í Ásdísi var hún nýkomin heim til Íslands frá Búlgaríu og sagðist ætla að einbeita sér að því að ná heilsunni aftur. Í fyrrasumar lenti hún í alvarlegu slysi og þurfti að notast við hjólastól um skeið. Ásdís datt aftur fyrir sig í stiga með þeim afleiðingum að mjaðmagrindin tvíbrotnaði ásamt tveimur rifbeinum. Nú segist hún öll vera að koma til og stefnir að því að kynna lífsstílshandbókina sína, Valkyrja, sem kom út fyrir síðustu jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum