Sigurður R. Jakobsson dagskrárgerðarmaður á Rúv og kona hans Björg Óskarsdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er 196 fm með tvöföldum bílskúr, sólskála, heitum pottum og garði.
Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, setustofu, eldhús, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, geymslu, sólskála og bílskúr.
Auk þess að hafa getið sér gott orð sem dagskrárgerðarmaður á RÚV, þar sem Sigurður er meðal annars í Kastljósinu og Kiljunni, sigraði hann árið 2013 Evrópumót radíóamatöra. Um leið varð hann sá næst besti í heiminum. Sigurður sat við tölvu í 33 klukkustundir samfleytt og reyndi að ná sambandi við aðra radíóamatöra í heiminum.