Söngkonan Guðný María Arnþórsdóttir byrjar í nýrri vinnu næsta þriðjudag, en þá hefur hún störf á leikskólanum Steinahlíð. Þar mun hún kenna börnunum tónlist alla morgna.
„Það verður söngleikur alla morgna í Steinahlíð,“ segir Guðný María alsæl með nýja starfið.
Eftir hádegi verður hún síðan sjálf í námi hjá tónskóla Björgvins Þ. Valdimarssonar í Hamraskóla að læra betur hljómsveita undirspil.
„Börn eru dásamleg og svo fljót að læra ný lög,“ segir Guðný María spennt að hefja nýja starfið með börnunum. Hún mun þó áfram koma fram sem skemmtikraftur í veislum og á ýmsum skemmtunum.