Íslendingar hafa verið virkir á Twitter síðustu daga og hreinlega kastað út skemmtilegum tístum. Verslunarmannahelgin nálgast og óhætt að segja að þjóðin sé komin í góðan gír.
Eins og venjan er á fimmtudögum þá tókum við saman vikuna á Twitter og þar kennir ýmissa grasa. Gjörið svo vel.
Í vinnunni:
Ég: Svo heiti ég Nikólína ef þið viljið hafa samband
Kúnni: NEI! Hundurinn minn heitir Nikólína!
É: Hah ha?
K: Hún er samt rosa sæt sko, heitir eftir langömmu konunnar minnar
É: Ég heiti eftir langömmu minni
K: Já okei
É: Jamm
K: Örugglega ekki sama kona!Sama konan.
— nikólína hildur (@hikolinanildur) July 30, 2018
Kvittanir eru minningargreinar um peninga sem maður hefur átt.
— gunnare (@gunnare) July 29, 2018
Ég er ekki í þjóðkirkjunni eða öðrum trúfélögum og það verður því varla settur kross við minningargreinina mína. Var að hugsa um hvort ég mætti ekki hafa fallegan kaffibolla. Það er svo mikið ég.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) August 2, 2018
Tvær bitches á bensínstöð í Hafnafirði pic.twitter.com/afqeN7YPmJ
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) July 29, 2018
Samþykki allar vafrakökur. Ég er vefgan.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 30, 2018
Eyjafólk og Þjóðhátíð er svo next level dæmi, það má ekki einhver nefna það að hann hafi fengið vondan hamborgara í dalnum árið 1990 eða það hafa rignt alla dagana árið 1897 og það fer allt í háaloft og allir í bullandi vörn.
— Brynja Bjarnadóttir (@brynjabjarna) July 30, 2018
Það er sjaldan sem ég tísti "sem viðskiptafræðingur" en ég geri undantekningu á því í þetta eina skipti:
Mitt eina og besta sparnaðarráð er að vera með viðskiptin sín hjá Íslandsbanka.
Appið virkar aldrei og peningarnir þínir eru bara læstir inni að eilífu, amen.— Ingibjörg Andrea (@iahallgrims) August 1, 2018
Eldri maður dúndraði á bílinn minn á hjóli meðan ég var stopp. Hljóp út til að athuga á honum.
É: "Er í lagi með þig?"
H: "Það hefur aldrei verið í lagi með mig."— Et tu, Ástþór? (@auminginn) August 1, 2018
Eftir 20 ár:
Ég: Nei hæ!
Ehv: Hæ, þekki ég þig?
Ég: Nei, en ég var að followa mömmu þína á instagram í den, fylgdist með þér alast upp ☺️??— Þórhildur Steinunn (@thobbsla) July 31, 2018
"Er það ritstjórn MBL? Jú hæ ég ætlaði senda ykkur æðislega klósett selfie sem ég vil endilega að þið notið við fréttir af mér." pic.twitter.com/mj57eeZjT3
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 31, 2018
Fyndnast atriði í íslenskri TV-sögu var þegar 70mín voru að "Fríka úti" í London og voru á blaðamannafundi eða e-ð hjá Will Smith minnir mig og Will Smith sagðist hafa millilent á Íslandi einusinni og Auddi sagði "Ah, then you must know Halli?"
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) July 31, 2018
Nennir einhver að segja mömmu minni (sem hefur aldrei farið á þjóðhátíð) að þjóðhátíðar eventinn sé ekki rétti vettvangurinn til að augýsa hvað hún sé ástfangin pic.twitter.com/GdpxfpbC8n
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) July 30, 2018
gagnkynhneigð forréttindi eru að þurfa ekki að rekast á fyrrverandi í STURTUKLEFANUM
— Óskar Steinn ?? (@oskasteinn) August 1, 2018
frúin að fara að vinna bæði í borgarleikhúsinu og þjóðleikhúsinu næsta haust. ekki ósvipað því og þegar ég vann á hótel örk og hótel rangá sumarið 2011.
— Tómas (@tommisteindors) July 31, 2018