fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Jólin komu snemma í ár á skrifstofu DV – Steinn Kári byrjaður að borða jólatertuna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinn Kári Ragnarsson sölustjóri DV er einn helsti aðdáandi grænu jólatertunnar frá Myllunni. Í fyrra stofnaði hann Facebook-hópinn Vinir grænu jólatertunnar og meðlimir hópsins eru 571 talsins og mun þeim væntanlega fjölga eftir því sem nær dregur jólum.

Í hópnum sameinast aðdáendur jólatertunnar um ást sína á tertunni þar sem þeir deila myndum og fleira.

Það er rétt miður ágúst, sumarið sem aldrei kom að klára og skólarnir ekki byrjaðir, en eigi að síður fékk Steinn Kári nokkrar jólatertur í dag, sem hann deildi góðfúslega með samstarfsfélögum sínum. Tertan rann ljúft niður með mjólk og gott ef að nokkrir starfsmenn hafi síðan ekki sest niður við skrifborðin sín og óskað eftir inngöngu í Facebook-hópinn.

Steinn á sér þann draum að græna tertan verði seld allt árið, en yrði maður ekki leiður á kökunni eins og jólunum ef þau væru alla daga?

Ber er hver að baki nema sér systur eigi: Kolbrún systir Steins Kára sér um að allir fái mjólk og sneið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn