fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Ingvar er einn af fremstu fjallahjólreiðamönnum landsins – Stærstu verkefni ársins framundan

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 Ingvar Ómarsson er einn af fremstu fjallahjólreiðamönnum landsins og tekur þátt í fjölda móta á ári hverju. Nýlega keppti hann Evrópumeistaramótinu í fjallahjólreiðum sem haldið var í Glasgow, Skotlandi sem hluti af Evrópuleikunum, sem er nýr viðburður sem tengir saman fleiri en eina íþrótt.

 

„Keppnin var mjög erfið en þar sem hjólreiðar eru stærstar í Evrópu mætti segja að EM sé næstum því jafn erfitt mót og heimsmeistaramótið, en er þó alls ekki jafn stórt og hátt metið,“ segir Ingvar.

 

„Ég átti góða keppni en ég endaði í 46.sæti af 53 keppendum. Það sem stendur upp úr frá þessu móti er að mér tókst í fyrsta skipti á ferlinum að klára keppnina í heild sinni. Í stuttu máli þá er reglan sú að keppendur eru hringaðir út, en þessi keppni var 6 hringir sem tóku um 15 mínútur að meðaltali. Keppandi sem er hringaður út fær sitt sæti í úrslitum og telst þannig að hann hafi klárað, en það er töluvert erfiðara verkefni að hjóla nógu hratt til að láta fremstu menn ekki hringa sig út. Þetta tókst hjá mér og er klárt merki um bætingar á þessu ári.“

 

Framundan hjá Ingvari eru stærstu verkefni ársins, en það sem af er árinu hefur hann keppt mikið erlendis, til dæmis í heimsbikarmótum í Þýskalandi og Tékklandi í maí.

 

„Undanfarnar vikur hefég keppt á Íslandi, og hef tekið þrjá Íslandsmeistaratitla: í fjallahjólreiðum (ólympískum og maraþon vegalengd) ásamt götuhjólreiðum.“

 

„Í september mun ég taka þátt í stærstu mótum íþróttarinnar, en það eru heimsmeistaramótin í bæði ólympískum og maraþon fjallahjólreiðum. Fyrra mótið er haldið í Sviss og það seinna á Ítalu, en þarna verða aðeins sterkustu keppnismenn heims, að berjast um heimsmeistaratitilinn. Ólíkt öðrum keppnum á árinu, eru EM og HM mótin þannig að ég keppi fyrir hönd Íslands, en hingað til hef ég verið eini þáttakandi Íslands á þessu stigi íþróttarinnar. Þetta verða gríðarlega erfiðar keppnir, en mikilvægar bæði fyrir mig sem afreksmann, og sem landkynning fyrir Ísland á alþjóðasviði hjólreiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð