fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Heiðar hleypur fyrir Ljónshjarta – „Maður veit aldrei hvenær kallið kemur en fyrir mína parta er gott að vita af Ljónshjarta fyrir börnin mín“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Austmann útvarpsmaður á K100 er einn af fjölmörgum sem hyggst hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar góðu málefni. Heiðar ætlar að hlaupa 10 km og safna fyrir Ljónshjarta, en af hverju valdi hann það félag?

„Það að missa maka eða já foreldri í blóma lífsins hlýtur að vera skelfileg lífsreynsla get ég rétt ímyndað mér.  Þú missir makann þinn og gerir síðan þitt besta til að börnin þín finni fyrir sem minnstu breytingu, þú vilt veita þeim öryggi, vellíðan og að þau fái styrk frá þér á þessum erfiða tíma þegar þú sjálfur eða sjálf ert í sárum.  Börnin eru auðvitað líka að missa pabba eða mömmu og fær maður kökk í hálsinn að hugsa til þess að ef maður sjálfur myndi yfirgefa þessa jarðvist að geta ekki verið áfram með börnunum mínum og séð þau fullorðnast, vaxa og dafna.  Þar kemur Ljónshjarta til sögunnar.“

„Við hvern þroskakipp kemur sorgin alltaf upp aftur“

Heiðar segir börn upplifa sorgina á annan hátt en þeir fullorðnu. „Það að hjálpa börnum í sorg tekur langan tíma og eins og vinkona mín sagði „við hvern þroskakipp þá kemur sorgin alltaf upp aftur“ og þess vegna er meðal annars nauðsynlegt að hafa samtök eins og Ljónshjarta.  Eftir að hafa kynnt mér samtökin og rætt við vinkonu mína sem einmitt er í þessum sporum þá finnst mér aðdáunarvert hvað samtökin og aðstandendur þess eru frábær í að aðstoða fólk og fjölskyldur þar sem löppunum hefur hreinlega verið kippt undan þeim.

Félagsstarfið, skilningurinn og stuðningurinn við það fólk er ómetanlegur og er gott að vita til þess að samtök eins og Ljónshjarta eru til staðar þar sem fólk getur áttað sig á hlutunum, hvaða næstu skref á að taka og sömuleiðis fengið að kynnast fullorðnum og börnum sem eru á sama eða svipuðum stað.  Fjölskylduhátíðir, fræðsla, fundir og námskeið fyrir bæði foreldra og börn í sorgarúrvinnslu er meðal þess sem Ljónshjarta stendur fyrir og eins og gefur að skilja þá þarf fjármuni til að gera allt það að möguleika.“

Heiðar segir að það sé gott að vita af samtökum eins og Ljónshjarta fyrir þá sem þurfa á þeim að halda eða gætu þurft þess í framtíðinni: „Í smá samantekt er þetta einfalt.  Líf fólks og barna er að breytast til muna og verður aldrei eins.  Ljónshjarta hjálpar þeim að takast á við sorgina.  Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og mér persónulega líður betur vitandi af samtökum þar sem börnin mín væru í góðum höndum ef ég myndi falla frá.  Það er ástæðan fyrir því að ég hleyp fyrir Ljónshjarta í ár og þætti mér vænt um ef fólk þarna úti myndi leggja málefninu lið.  Maður veit aldrei hvenær kallið kemur en fyrir mína parta er gott að vita af Ljónshjarta fyrir börnin mín.  Hugrekki, kraftur og samheldni!“

Hægt er að styrkja Heiðar og Ljónshjarta í maraþoninu hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann

Svala Björgvins nældi sér í Skagamann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“

Tímavélin: Ferðir Íslendinga til Tenerife eru engin nýmæli – „Reyndist sá grunur minn réttur að þar væru landar mínir og ferðafélagar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans

Geymir þungunarprófið við hlið íkónísks leikmunar unnustans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins

Þetta eru Óskarstilnefningarnar í ár – Söngvamynd um mafíósa með flestar tilnefningar og brýtur blað í sögu Óskarsins