fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Einstök eign í miðbænum – Hús með karakter

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalan Trausti auglýsir til sölu einstaka eign að Njarðargötu 9 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er í eigu listakonunnar Bergljótar Gunnarsdóttur og hefur hún svo sannarlega nostrað við húsið og sett sinn karakter á það. Bergljót hannar sem dæmi mynstur flísa á gólfi, veggjum og eldhús- og baðinnréttingum.

Fallegur handmálaður stigi er á milli mið- og efri hæðar, margir gluggar eru með lituðum glerjum að hluta ásamt því að útidyrahurð, hurð inn í stofu og hurð út á pall eru með glerlistaverkum hönnuðum af eigandanum.

Bitar eru í lofti á miðhæð og panell á mörgum veggjum. Pallur er yfirbyggður að hluta, stór og gróinn garður, hlaðið útigrill er í garði og innkeyrsla er við húsið.
Húsið er 182 fm, aukaíbúð í kjallara, stór pallur og gróinn garður, svo sannarlega perla í hjarta miðbæjarins.

Finna má frekari upplýsingar um eignina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“