Fasteignasalan Trausti auglýsir til sölu einstaka eign að Njarðargötu 9 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er í eigu listakonunnar Bergljótar Gunnarsdóttur og hefur hún svo sannarlega nostrað við húsið og sett sinn karakter á það. Bergljót hannar sem dæmi mynstur flísa á gólfi, veggjum og eldhús- og baðinnréttingum.
Fallegur handmálaður stigi er á milli mið- og efri hæðar, margir gluggar eru með lituðum glerjum að hluta ásamt því að útidyrahurð, hurð inn í stofu og hurð út á pall eru með glerlistaverkum hönnuðum af eigandanum.
Bitar eru í lofti á miðhæð og panell á mörgum veggjum. Pallur er yfirbyggður að hluta, stór og gróinn garður, hlaðið útigrill er í garði og innkeyrsla er við húsið.
Húsið er 182 fm, aukaíbúð í kjallara, stór pallur og gróinn garður, svo sannarlega perla í hjarta miðbæjarins.
Finna má frekari upplýsingar um eignina hér.