fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Siggó gefur út lag í minningu vina sinna sem létust af neyslu lyfseðilsskyldra lyfja: „Þið eruð allt of ungir til að kveðja þennan heim“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systur Einars Darra, Aníta Rún Óskarsdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir, ásamt Sigurði Sívertssyni, Siggó, tónlistarmanni og Emil Guðmundssyni umboðsmanni mættu í morgunþátt K100 í gærmorgun til Rikku og Rúnars Freys.

Þar sögðu systurnar frá Minningarsjóði Einars Darra, en sjóðurinn var stofnaður í minningu bróður þeirra, sem lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Einar Darri lést af völdum lyfjaeitrunar vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Foreldrar hans, systkin, vinir og stórfjölskylda ákváðu stuttu eftir andlát Einars að halda minningu hans á lofti með stofnun minningarsjóðs, þar sem drifkrafturinn er kærleikur, samstaða og góðar minningar um ungan dreng sem fór allt of snemma.

Aníta Rún og Óskar Vídalín, faðir hennar og Einars Darra, voru í viðtali í DV fyrr í þessum mánuði, þar sem þau sögðu frá Einari Darra, minningarsjóðnum og verkefnum hans, markmiðunum sem þau vilja ná og misnotkun Einars Darra á lyfseðilsskyldu lyfjunum.

Í þættinum á K100 sagði Siggó frá því að Einar Darri er annar vinurinn sem hann missir á þessu ári. Ísak Breki, vinur hans var 19 ára þegar hann lést, eftir að hafa fengið hjartastopp af neyslu lyfseðilskyldra lyfja. Siggó segir að það að missa vini sína hafi verið það erfiðasta sem hann hefur upplifað, hann hafi átt erfitt með að mæta í skóla og eigi erfitt með að tala um andlát vina sinna.

Stuttu eftir andlát Ísaks Breka sömdu Siggó og Einar Darri lag saman, „fyrst átti þetta að vera venjulegt rapplag, en ég var í svo mikilli tilfinningasveiflu eftir andlát Ísaks Breka og Einar Darri var líka búinn að missa Inga vin sinn,“ segir Siggó um tilurð þess lags.

„Þannig að ég vildi að lagið væri svona „dauðalag-legt.“

Lagið sem þeir sömdu var síðan flutt í jarðarför Ísaks Breka og síðar í útför Einars Darra. „Þannig að Einar Darri söng í eigin jarðarför,“ segir Andrea Ýr.

Í þættinum var frumflutt nýtt lag Siggó, Ég á bara eitt líf. Um tilurð lagsins segir hann: „Lagið er um tvo vini mína sem ég missti á þessu ári af ofneyslu lyfja- og fíkniefna. Við vitum aldrei hver er næstur eða næst. Fíkniefni er alls ekki til að leika sér með,“ segir Siggó.

„Að missa einhvern er það erfiðasta sem ég hef upplifað í lífi mínu. Ég samdi þetta beint úr tilfinningunni sama dag og annar vinur minn dó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024