fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Gutl Karls Óttars og félaga varð að hljómsveit sem starfað hefur í nær þrjá áratugi – „Þess vegna get ég verið svona slæmur, af því ég heyri ekki hversu lélegur ég er“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. júlí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Óttar Pétursson söðlar um um næstu mánaðamót þegar hann yfirgefur krefjandi starf til margra ára sem forstöðumaður lögfræðideildar Arion banka og flytur þvert yfir landið og tekur við sem nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í viðtali við blaðamann DV ræðir hann gamla og nýja starfið, gutlið sem varð að pönkhljómsveit, rokkhátíðina Eistnaflug, sem hann tók þátt í að skapa og bjarga frá gjaldþroti, og þunglyndið, sem hann glímdi við frá barnæsku en reyndist vera kvíði, kvíði sem fylgir honum alla tíð, en hamlar honum hvorki í leik né starfi.

Dr. Gunna að kenna að gutl varð að pönkhljómsveit

Áramótin 1990/1991 þegar Karl var á síðasta ári í Menntaskólanum á Laugarvatni voru hann og félagar hans mjög menningarlega sinnaðir, gáfu út tvö blöð og einhverjir voru að spila á hljóðfæri og halda tónleika. „Menn voru byrjaðir að glamra niðri í skólastofu, það voru hinir og þessir sem komu að hljómsveitinni Saktmóðigur og það voru haldnir einhverjir tónleikar undir þessu nafni. Síðan sótti einn okkar um í Músíktilraunum. Einn daginn heyrði ég fyrir tilviljun í síma hringja uppi á þriðju hæð í skólanum. Þetta var auðvitað löngu fyrir tíma farsíma og ég hljóp þarna upp þrjár hæðir til að svara í símann sem félaginn hafði gefið upp á umsókninni. Við vorum komnir inn í Músíktilraunir.

„Já, ókei, við erum að fara að vera hljómsveit,“ sögðum við, en hún var aldrei meðvituð ákvörðun, við bara töldum í og spiluðum í skólanum. Þarna bjuggum við til fjögur lög sem var skilyrði til að taka þátt og bara mættum.“

Þannig að var þetta bara gutl þar til símtalið kom?

„Já, það kunni bara enginn neitt,“ segir Karl. Strengjaleikararnir ákváðu að skipta um alla strengi áður en stigið var á svið og það var kona þarna frá Rás 2 sem ég man nú ekki nafnið á. Hún horfði á okkur og spurði svo: „Á ekki að tjúna?“

Ég hafði ekki hugmynd um hvað hún var að segja, hafði aldrei heyrt þetta orð áður. Þannig að við stigum bara á svið og framkvæmdum hávaða. Sem varð mjög vinsæll þarna á tímabili. Ég get ekki haldið takti, sko, er alveg falskur og heyri varla. Þess vegna get ég verið svona slæmur, af því ég heyri ekki hversu lélegur ég er. Hinir strákarnir kunnu ekkert á þessum tíma og gerðu bara eitthvað, þannig að þetta var eins og gjörningur á sviði í mörg ár. Síðan hafa nú strákarnir lært heilmikið eins og kannski sést á nýjustu plötunni okkar.“

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu helgarviðtali í DV við Karl Óttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“