Myndband sem sýnir sítrónu rúlla niður götu í borginni San Diego í Bandaríkjunum hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarna daga en þegar þessi frétt skrifuð hafa yfir 6 milljónir manna horft á myndbandið sem sjá má hér að neðan.
Myndbandið sem er tæplega tveggja mínútna langt varð til þegar ljósmyndarinn, Mike Sakasegawa, rakst á rúllandi sítrónu skammt frá heimili sínu. Mike tók þennan merkilega viðburð upp á símann sinn og deildi á Twitter. Aðeins nokkrum klukkutímum síðar höfðu milljónir manna fylgst með ævintýrum sítrónunnar.
Today as I was walking home after my run I saw a large lemon rolling down the hill. It kept rolling for about a quarter mile. And now you can see it, too. pic.twitter.com/dQoHi4RrXS
— Mike Sakasegawa (@sakeriver) July 11, 2018
Mike sem í fyrstu hélt að sítrónan væri tennisbolti segist í samtali við vefmiðilinn BuzzFeed hafa heillast af sítrónunni. „Ég bara varð að hlaupa á eftir henni,“ segir Mike.
no i am not going to sit here and watch a lemon roll down a
wow where did the time go https://t.co/MAR030qZP6
— darth™ (@darth) July 12, 2018
Today I watched a lemon roll down a hill with thousands of other people from around the world. Yes.
— Elise Rains (@EliseRains) July 12, 2018
Just watched a lemon rolling down a road for two minutes.
I think I need to get a life .
— Nigel (@Fac586) July 13, 2018