Nú er meðferðinni lokið og Kim er klár í slaginn.
Mynd af Kim, og félögum hans í Kjukken bandinu, ætti að duga sem ágætis sönnunargagn um formið á söngvaranum en hann virðist nokkuð keikur þar sem hann stendur þarna stoltur með strákunum.
Myndin var tekin við hljómsveitaræfingu og segir umboðsmaður herra Larsens að hann hlakki ægilega mikið til að spila á tónleikum sem meðal annars fara fram í Tívolíinu í Kaupmannahöfn þann 13. júlí og á Skanderborg hátíðinni í byrjun ágúst.
Í viðtali við BT tekur umboðsmaðurinn einnig fram að auðvitað fái aðdáendur Kim eitthvað fyrir peninginn því hann myndi aldrei gera þeim það að troða upp ef hann væri ekki í flottu formi.