Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, var forsýnd í gær í Smárabíói að viðstöddu fjölmenni.
Adrift er sannsöguleg mynd um Tami Oldham og unnusta hennar, Richard Sharp, en saman ætluðu þau að sigla frá Tahiti til San Diego árið 1983. Á miðri leið lenda þau í fellibylnum Raymond og þegar óveðrið er gengið yfir sjást miklar skemmdir á bátnum og er unnustinn horfinn. Í aðalhlutverkum eru Shailene Woodley og Sam Claflin.