fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Breiðholt festival með flippaða uppákomu: Tónlist undir yfirborði vatnsins í Ölduselslaug

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 7. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðholt Festival býður gestum Listahátíðar að fljóta um í Ölduselslaug og hlusta á tónlist sem streymir úr hátölurum undir vatnsyfirborðinu.

Tónverkin eiga það sameiginlegt að hafa verið samin fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti af íslenskum tónskáldum sem tengjast Breiðholti með ýmsum hætti og flest verkanna hafa hlotið ýmsar tilnefningar og verðlaun.

Pétur Ben hlaut til dæmis Edduverðlaunin í ár fyrir tónlist sína við sjónvarpsþættina Fanga og Daníel Bjarnason hlaut Norrænu kvikmynda-tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmyndina Undir trénu.

Þá mun einnig hljóma tónlist Hildar Guðnadóttur og Jóhanns Jóhannssonar við Mary Magdalene, Ben Frost við Dark og Örvars Smárasonar og Gunnars Tynes (múm) við Svaninn.

Eftir sundsprettinn gæti svo verið tilvalið að gæða sér á veitingum á alþjóðlega matarmarkaðnum á sundlaugarbakkanum. Það er greinilega allskonar gott flipp í 109 líka. 

Gotterí frá öllum heimshornum í boði á bakkanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa