Eitthvað hefur farið minna fyrir umræðu um þessi mál á síðustu misserum en það breytir því ekki að við erum ansi mörg sem vildum gjarna losna við óþarfa og reyna að eiga ekki mikið meira en við þurfum á að halda.
Til að komast í gang með grisjunina er mjög gott að styðjast við klukkuna. Stilla skeiðklukku á sirka 15 til 20 mínútúr og byrja svo bara að grisja:
Kostirnir við að taka hálftíma á dag í grisjun eru ótal margir. Smátt og smátt verður heimili þitt notalegra, hreinlegra og snyrtilegra. Þú veist hvað þú átt og hvar það er, sem minnkar streitu og óþarfa tímasóun í að leita að hlutum.
Þegar fólk fer í sambúð gerist það oft að tvær búslóðir renna saman í eina og þá eigið þið allt í einu tvennt af öllu. Tvo ostaskera, fjórar sleifar í sömu stærð, allt of mikið af rúmfötum og handklæðum os.frv.
Enginn þarf fleiri en tvenn sett af rúmfötum fyrir hvert rúm og sirka eitt handklæði sem er notað í tvo daga, alls þrjú til fjögur fyrir heila viku á mann.
Byrjaðu í dag að grisja – og heimurinn snýst í annan hring.