fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

HEIMILISHALD: Stilltu skeiðklukkuna og byrjaðu í dag að grisja

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 6. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna eftir hinum svokallaða minimalíska lífsstíl sem margir töluðu um og reyndu að tileinka sér fyrir um tveimur til fjórum árum síðan.

Eitthvað hefur farið minna fyrir umræðu um þessi mál á síðustu misserum en það breytir því ekki að við erum ansi mörg sem vildum gjarna losna við óþarfa og reyna að eiga ekki mikið meira en við þurfum á að halda.

Til að komast í gang með grisjunina er mjög gott að styðjast við klukkuna. Stilla skeiðklukku á sirka 15 til 20 mínútúr og byrja svo bara að grisja:

  • Taktu allt út úr einum skáp, skúffu eða hillu. Haltu því sem þú vilt endilega eiga. Gefðu eða seldu rest.
  • Ef þú hefur ekki notað hlutinn í hálft ár eða lengur, þá skaltu lána eða gefa einhverjum sem mun hafa meira gagn og gaman af.
  • Ef þú ert aldrei búin að lesa einhverjar bækur sem þú átt, þá skaltu gefa þær. Til dæmis á bókasafnið ef sú þörf skyldi allt í einu hellast yfir þig að nú verðir þú að lesa bókina. Bókasafnið tekur reyndar ekki við öllum bókum þannig að elliheimili, stéttarfélög og þ.h gætu viljað þiggja bækurnar.
  • Ef þú ert með streymisveitu áskrift fyrir tónlist þá hefur þú augljóslega lítið að gera við fullt af geisladiskum. Losaðu þig bara við þá.
  • Ef þú geymir allskonar gömul jólakort, uppskriftabækur og annað dótarí sem þú notar aldrei. Láttu það þá hverfa.

Kostirnir við að taka hálftíma á dag í grisjun eru ótal margir. Smátt og smátt verður heimili þitt notalegra, hreinlegra og snyrtilegra. Þú veist hvað þú átt og hvar það er, sem minnkar streitu og óþarfa tímasóun í að leita að hlutum.

Tvennt af öllu? Til hvers?

Þegar fólk fer í sambúð gerist það oft að tvær búslóðir renna saman í eina og þá eigið þið allt í einu tvennt af öllu. Tvo ostaskera, fjórar sleifar í sömu stærð, allt of mikið af rúmfötum og handklæðum os.frv.

Enginn þarf fleiri en tvenn sett af rúmfötum fyrir hvert rúm og sirka eitt handklæði sem er notað í tvo daga, alls þrjú til fjögur fyrir heila viku á mann.

Byrjaðu í dag að grisja – og heimurinn snýst í annan hring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“