Félagsmenn ætla að vera á staðnum og spjalla við gesti um leið og þeir bjóðast til að gefa góð ráð um meðferð fornbíla.
Ábæjarsafnið er skemmtilegur staður að heimsækja enda á margan hátt eins og að stíga upp í tímavél og fara áratugi, jafnvel nokkrar aldir aftur í tímann.
Starfsfólkið klæðist fatnaði eins og tíðkaðist á 19. öld og í Árbæ er hægt að smakka nýbakaðar lummur.
Á túnum eru kindur, lömb og hestar og í Dillonshúsi er hægt að fá klassískar veitingar eins og kleinur, vöfflur, pönnukökur og annað góðgæti.
Dagskráin á sunnudag stendur frá kl. 13-16 en safnið sjálft er opið á milli klukkan 10 og 17 yfir sumartímann.
Ókeypis aðgangur er á safnið fyrir börn, eldri borgara og öryrkja.