Við spurðum hann spjörunum úr:
Uppáhalds tónlistarmaður hefur alltaf verið Prince. Af plötusnúðum á ég svo erfitt með að halda ekki mest upp á Dimitri from Paris.
Sá íslenski staður sem ég held mest upp á verður alltaf alltaf Lækjartungl. Það var algjört ævintýri að taka þátt í að opna alvöru klúbb í gömlu kvikmyndahúsi. Umgjörðin var algörlega sturluð. Þetta verður aldrei gert aftur hérlendis.
Laptop sem keyrir Ableton Live og Allen & Heath Ozone 4D mixer.
Það var á böllum sem íþróttafélagið Grótta hélt á Nesinu þegar ég var unglingur. Feimni gaurinn í mér sá þetta sem tækifæri til að vera ekki aðallúðinn á ballinu. Fínt að hafa eitthvað hlutverk.
Sem betur fer er ekkert sem ég man eftir sem sérlega slæmt. Auðvitað hafa komið upp gigg þar sem bilanir, sérlega erfitt fólk eða aðrar aðstæður hafa gert kvöld sérlega krefjandi.
Það fyrsta sem mér dettur í hug er bara jákvæð viðbrögð við því sem ég flyt fyrir fólk. að finna jákvæða strauma til baka er ómetanlegt og það sem heldur manni gangandi.
1. JóiPé & Króli – Í Átt Að Tunglinu
2. Calvin Harris Ft. Dua Lipa – One Kiss
3. David Guetta Ft. Sia – Flames
4. CNCO ft. Zion & Lennox – Reggaeton Lento
5. Bruno Mars – Finesse ft. Cardi B (Remix)
6. Sigala Ft. Paloma Faith – Lullaby
7. Clean Bandit Ft. Demi Lovato – Solo
8. Albatross – Ætla að skemmta mér (Triple Eye Remix)
9. Rita Ora – Anywhere
10. Alice Merton – No Roots