Guðni Einarsson forvitnaðist aðeins um uppáhalds lögin hans þessa dagana og sitthvað fleira sem tengist plötusnúðastarfinu.
Dj Frímann hefur verið minn uppáhalds frá því ég var 18 ára. Fyrir mér hefur hann það allt. Flæðið, tæknina, yfirvegun, 30+ ár af reynslu. Hann er sá besti.
Fyrir mig er það Kaffibarinn, það er enginn staður sem skapar jafn sérstaka 101 strauma. Svo þekkir maður líka alla svo þetta er bara eins og að koma heim. Ást!
Pioneer DJ alla leið! DJM-900NXS2 mixer og 3x CDJ-2000NXS2 spilarar.
Fyrir mér snýst þetta allt um hústónlistina. Hún er alltaf að þróast og breytast. Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt.
Áhuginn byrjaði í 8. bekk þegar maður var að mæta á opið hús og dansa við Prodigy og Chemical Brothers. Að vissu lét ég ekki verða af drauminum fyrr en eftir tvítugt. Aldrei of seint krakkar!
Það koma nokkur upp í huga og flest snemma á ferlinum. Ég ætla segja þegar ég var gabbaður í að DJa á undan rokk tónleikum á Amsterdam: „Afsakið piltar en ég á ekkert með Sepultura, bara hús!”