Fídusinn kallast ‘Subscription Groups’, og gerir þeim sem eru stjórnendur valinna Facebook hópa kleift að rukka fólk um mánaðargjald fyrir að vera með í hópnum.
Að sögn Alex Deve, sem er upplýsingafulltrúi hjá Facebook, hafa stjórnendur hinna ýmsu hópa (groups) á samfélagsmiðlinum lengi leitað leiða til að afla sér tekna með þessum hætti. Þá ýmist með því að rukka alla um gjald eða bjóða upp á sérstakt „svæði“ þar sem notendum býðst aðgangur að ýtarlegri upplýsingum og aðstoð. Til dæmis í formi kennslumyndbanda og þessháttar.
Verkefnið er á tilraunastigi til að byrja með en ef vel tekst til má reikna með að öllum sem stýra Facebook hópum verði boðið að rukka meðlimi um sérstakt meðlimagjald á bilinu 500 – 3000 krónur.