Merkið, sem var sett á laggirnar fyrir fimm árum af Frankie Aiello, er nú selt í yfir 200 verslunum í Bandaríkjunum og á netinu eins og vera ber.
Stofnandinn, sem nú er aðeins 23. ára gömul, valdi að frumsýna línuna í Los Angeles í ár en ekki í Miami eins og verið hefur hingað til enda fannst henni tími til komin á nýjar áskoranir.
„Ég gæti sett upp sýningu í Miami með augun lokuð núna svo mér fannst komin tími á að prófa eitthvað nýtt,“ sagði daman í viðtali við Fashion News.
Eins og sjá má á myndunum eru ýmsir straumar í gangi í sundfötunum fyrir næsta ár hjá dömunni, belti, smellur og rifið í bland.