fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

FERÐALÖG, SKOTLAND – Dagsferð í Hogwarts kastalann: Harry Potter aðdáandinn nær hápunktinum í einum flottasta kastala heims

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 2. júní 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir mín er gríðarlegur Harry Potter aðdáandi og því var ekki úr vegi fyrir okkur að skreppa í helgarferð til Edinborgar að loknu fermingarstressi, og feta í spor J.K Rowling sem er jú höfundur þessara merkilegu sagna.

Við skoðuðum bæði kaffihúsið þar sem hún byrjaði á fyrstu bókinni og fórum svo í nokkrar búðir þar sem Harry Potter’legur varningur er til sölu og dótarí sem er beint upp úr bókunum. Hápunkturinn var þó ferðin í Alnwick kastalann sem liggur rétt við landamæri Englands og Skotlands.

Harry Potter og Downtown Abbey

Þessi kastali er fyrst og fremst frægur fyrir að vera hinn eini sanni Hogwarts skóli hvar hinn ungi töframaður nam hin ýmsu fræði ásamt félögum sínum. Kastalinn hefur einnig komist í sviðsljósið fyrir atriði úr sérlegum jólaþætti af Downtown Abbey en hann er einstaklega fagur bæði að innan sem utan.

Til að komast að þessum kastala er vitaskuld hægt að leigja sér bíl en til að njóta ferðarinnar enn betur, og slaka á, er óhætt að mæla með því að splæsa bara í dagsferð með góðri ferðaskrifstofu.

Í gegnum ábendingu frá vinkonu sem býr í borginni völdum við að fara með ferðaskrifstofu sem heitir Rabbies. Snemma á sunnudagsmorgni stukkum við svo upp í lítinn Benz sprinter og ókum út á land með ansi hressum fararstjóra sem var jafnframt mjög góður sögumaður.

Á  leiðinni sagði hann okkur farþegunum allt sem við vildum vita um sveitina og söguna, og þá aðallega sögur af J.K. Rowling og auðvitað Maríu Skotadrottningu. J.K Rowling var jú einstæð móðir á atvinnuleysisbótum þegar hún byrjaði að skrifa sögurnar um Harry Potter. Kom til Edinborgar til að vera með systur sinni og varð greinilega fyrir miklum innblæstri því sögurnar sækja bæði nöfn á karakterum og fleira til þessarar fallegu borgar.

Það er stórkostleg upplifun að koma inn í flotta og merkilega kastala og Harry Potter aðdáendur fá auðvitað upplifun fyrir allann peninginn.

Á lóðinni eru til dæmis skemmtilegar uppákomur þar sem sérfræðingar í kústaflugi kenna áhugasömum hvernig best er að bera sig að. Ungir sem aldnir geta tekið þátt í þessu sprelli sem auglýst er með reglubundnu millibili yfir daginn.

Sama fjölskyldan í meira en 700 ár

Hvernig er að búa í kastala?
Jú, fínt. Við erum hress sko.

Inni í kastalanum blasir við ótrúleg dýrð en sama fjölskyldan, Percy ættin, hefur búið í kastalanum í meira en 700 ár, hver ættliðurinn á fætur öðrum.

Eins og flestir geta ímyndað sér þá hlýtur það að vera ansi kostnaðarsamt að halda svona batteríi gangandi svo íbúarnir skella þessu bara í, ég segi ekki AirBnB, en svona næstum því.

Á sumrin færa þau sig um set og koma sér fyrir einhversstaðar á góðum stað fram í október því frá og með maí er kastalinn leigður út svo að ferðamenn geti nú virt hann fyrir sér.

Allt árið um kring hafa þau svo leyft hinar ýmsu kvikmyndatökur við kastalann en hann hefur meðal annars sést í myndum og þáttum á borð við Transformers, Star Trek, Westworld, Black Adder og Mary Queen of Scots svo eitthvað sé nefnt.

Merkilegt þótti okkur að flækjast um þennan kastala og skoða nýjar fjölskylduljósmyndir af þessu ágæta fólki í bland við risastór málverk af forfeðrum þeirra. Það er eitthvað svo óhugsandi að venjulegt nútímafólk skuli búa í KASTALA.

Það á einhvernveginn bara að vera fyrir galdrafólk og mögulega einhverja blóðsjúgandi greifa. Eða hvað?

Skyldu þau opna jólagjafirnar hérna? Eða bjóða upp á te?
Það væri ekki bagalegt að vera í matarklúbbi með þessu slegti.
Umhverfis kastalann eru fallegar breiður af páskaliljum og öðrum blómum.
Takið eftir arninum á hægri hönd, ljósakrónunni og speglinum yfir arninum sem nær himinhátt upp í loftið. Og ekki er það síðra. Loftið. Þvílíkur glamúr!
Staðurinn með hvíta þakinu er sérleg kapella sem íbúar hússins nota kannski til að leggjast á bæn af og til.
Leikaralið Downtown Abbey með Alnwick kastalann í baksýn.

Meira um dagsferðina með Rabbies má lesa hér á vef ferðaskrifstofunnar.

Edinborg er svo auðvitað alveg frábær og aðeins í tveggja tíma flugleið frá Keflavík og meira um hana má lesa hér í annari ferðagrein frá undirritaðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý

Einbýlishús í Laugardalnum til sölu á 127 milljónir – Fullkomin eign fyrir tryllt garðpartý
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af