Hljóðheimur hljómsveitarinnar eru mikilfenglegur og hefur hún stimplað sig inn í hjörtu margra tónlistarunnenda úti um allan heim.
Fram undan eru tvennir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem aðdáendur geta átt von á þverskurði frá bandinu eins og það hefur þróast frá og með plöttunni Attention. Af því tilefni munu Urður Hákonardóttir og Högni Egilsson vera á meðal þeirra sem stíga á svið með sveitinni.
Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, hefur verið meðlimur bandsins frá upphafi og hjarta hljómsveitarinnar. Guðni Einarsson settist niður með Bigga og ræddi við hann um tónlistina og hljómsveitarlífið.
„Vorið 1982, 13 ára og nýfermdur með fyrstu hljómtækin á heimilinu, byrjaði ég að kaupa plötur og fá lánaðar. Ég hafði náttúrlega heyrt útundan mér ýmislegt í útvarpinu og kveikt á, eins og til dæmis Souvenir með OMD og annað draumkennt frá þessum tíma, en ein fyrsta platan sem ég fékk lánaða frá eldri bróður vinar mins var Oxygen með Jean Michael Jarre. Síðan fannst mér Body Language með Queen það töff að ég keypti plötuna. Það hafði engin tónlist verið á mínu heimili fram að þessu þannig að þetta voru fyrstu lögin sem mótuðu á mér heilabörkinn. Það má kanski heyra þessi áhrif í flestu sem ég hef gert hingað til.“
„Siggi Kinski og Stefán Árni voru að skrifa og framleiða stuttmyndina Nautn árið 1995, og höfðu ráðið ýmislegt tónlistarfólk til að leika í myndinni. Þar á meðal var Daníel Ágúst og varð það hugmynd milli hans og Sigga að gera plötu með öllu þessu tónlistarfólki, samhliða myndinni. Daníel Ágúst hafði þá nýskilið við NýDönsk og hafði unnið með Bubbleflies á annarri plötu þeirra og vildi þaðan kanna betur raftónlist. Því þyrfti að fá einhvern inn til að hjálpa við það. Stefán Árni vissi af mér í hljómsveitinni T-World og stakk upp á því að þeir skoðuðu það. Það varð úr að ég og Maggi, sem vorum þá búnir að vinna í þrjú ár saman við rannsókn á lausklúbbatengdri raftónlist, enduðum í þessu samstarfi og má segja að við tveir og Daníel höfum framleiðslustýrt fyrstu GusGus-plötunni, sem árið 1997 var síðan endurunnin í erlendu útgáfuna Polydistortion.“
„Það tekur alltaf á að túra. Þótt það reyni ekki mikið á líkamlega, þá er þetta óttalegur óþæginda flækingur sem hentar illa heimakæru fólki.“
„Það hefur nú verið upp og ofan eins og alltaf þegar metnaðarfullt fólk mætist með ólíkar skoðanir og langanir. Þegar þetta byrjaði til dæmis árið 1995 þá var þetta varla hljómsveit heldur hópur af fólki sem gerði þessa stuttmynd og fyrstu plötuna sem aukaafurð með mismikilli metnaðaraðkomu. Enda kölluðum við okkur fjöllistahóp á þessum tíma. Það var svo þegar 4AD sendi okkur fax í upphafi 1996 um að gefa þessa plötu út á heimsvísu og skrifa undir samning varðandi fleiri útgáfur, sem níu manns úr hópnum ákváðu að verða hljómsveitin GusGus. Það kom þó í ljós við vinnslu á seinni plötunni að fólkið sem þarna var samankomið var með mjög ólíkar hugmyndir um hvers konar hljómsveit og hvers konar tónlist þessi hópur stæði fyrir, enda kvarnaðist úr hóppnum á þessum tíma. Þegar svo Daníel ákvað að hætta líka árið 2000, var lítið eftir nema ég og Maggi Legó ásamt Stebba. Söngvaralausir framleiðendur. Urður kom þá inn sem aðalsöngvari og má þá segja að við yrðum alvöru hljómsveit, þar sem tónlistin var númer 1, 2 og 3. Þegar Urður hætti og Daníel kom inn aftur 2008 héldum við áfram í svipaðri hugmyndafræði, en í teknógír sem hentaði nýjum tíma með Daníel.“
„Ég hef ekki hugmynd um það, en ég held að ég viti hvað hefur haldið okkur svona langlífum. Það er metnaðurinn og þörfin á að gera eitthvað nýtt og spennandi í tónlist. Þá hefur þessi síbreytileiki hljómsveitameðlima þröngvað upp á okkur að endurskilgreina bandið með hverri nýrri plötu, og þannig, haldið viðfangsefninu fersku.“
„Það er nú upp og ofan, en oftast er einhver leit að „sándi“ og nýjum hljómhrifum sem skilar af sér frekar einföldum skissum sem þó hafa eitthvað seiðandi, annaðhvort við tilfinninguna eða hrynjandann. Ef Daníel tengir við það, lendir kannski drögum af söng, þá rannsökum við það áfram saman og klárum.“
„„Knobs baby“… Nei í alvöru, fyrir mér er raftónlist fyrst og fremst leit að „sándi“, með hljóðgervlum, og hughrifum þeim tengdum. Þannig að ef ekkert sérstakt er í gangi, byrjar maður að tengja snúrur í „modularsyntunum“, snúandi tökkum í leit að einhverju „sándi“ sem kallar tilbaka á þig, heimtar að fá fyrir sig melódíu. Þannig verða oftast til fyrstu skissurnar sem seinna fullklárast sem GusGus-lög.
„Ekki hugmynd. En það sem sameinar kannski flest lögin er leit að ákveðnum hughrifum í gegnum sambland af óreiðuflökti og taktfestni og hvernig misstór og seiðandi hljómastökk hræra upp í tilfinningum. Þannig að kannski er það meira hvernig lögin kveikja sambærileg hugrif frekar en að það sé eitthvert „sánd“ sem sameinar flest lögin okkar.“
„Það tekur alltaf á að túra. Þótt það reyni ekki mikið á líkamlega, þá er þetta óttalegur óþæginda flækingur sem hentar illa heimakæru fólki. En það sem gerir þetta þó allt þess virði er að standa á sviðinu með Daníel og galdra saman þennan graut sem tónleikarnir okkar eru. Án þess að ég fari út í það tæknilega þá er uppsetningin á tónleikum þannig að hún endurskapar alltaf þessa leit og sköpun á þann hátt að við erum alltaf að gera lögin upp á nýtt og hvert skipti er ólíkt öllum öðrum.“
„Það má segja að miðað við höfðatölu þá erum við stærstir í Póllandi en stærstu tónleikarnir eru í Rússlandi. En Þýskaland og Austur-Evrópulönd eru okkar helsta markaðssvæði ásamt Mexíkó. En sá villtasti er Bretinn. Það hafa einhver sérkennileg partígen valist þar inn.“
„Það er alltaf spennandi að spila eigin tónleika í höfuðborgunum. Berlín, Moskva, Varsjá og Reykjavík eru þar í efstu sætum. En varðandi stað þá fer ég nú yfirleitt að hálfgráta þegar ég er á þessum geggjuðu „live/dj“-klúbbum sem finnast í flestum alvöru borgum, því við höfum enga slíka hérna í Reykjavík. Sá nýjasti sem ég grét yfir var 900 manna staður í Lviv í Úkraínu sem var með vel staðsetta bari í tónleikasalnum og bæði stand- og setusvæði á tveimur hæðum. Það er nú orðið alveg ljóst að svona staður verður ekki til í Reykjavík nema með opinberum stuðningi. Verst að sá stuðningur er eyrnamerktur öðru.“
„Það hefur alltaf verið sú nýjasta, þannig að Lies are more flexible er á toppnum sem stendur. Síðan finnst mér alltaf voða vænt um Forever.“
„Mér finnst hún frekar töff. Heilmikið í gangi og margt áhugavert. Það mætti þó vera meira um „punk“- og „new-wave“-áhrif finnst mér, en hversu sterkt senan er smituð af „92–94 intellegent brakes“-áhrifum er mér að skapi.“