fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

HÖNNUN & TÍSKA Birna Karen er mætt frá Köben: Poppar upp hjá Akkúrat í Aðalstræti

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 13:22

Birna í góðum fílíng í Köben. Fötin eru hennar eigin hönnun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatahönnuðurinn Birna Karen Einarsdóttir er mætt til Íslands frá hönnunarparadísinni Danmörku og nú poppar hún upp í Aðalstræti, rétt við verslunina Akkúrat.

Segja má að Birna hafi farið nokkuð ótroðnar slóðir í sinni markaðssetningu:

„Ég hef verið að leika mér að því að opna Pop Up verslanir hingað og þangað um bæði Kaupmannahöfn og Reykjavík síðustu árin og þetta hefur bæði gengið vel og verið mjög skemmtilegt,“ segir Birna sem hannar ekki fatalínur fyrir vor, sumar, vetur og haust eins og tíðkast hjá mörgum:

Nei ég vil gera þetta aðeins öðruvísi. Hanna bara til eina og eina flík sem er klassísk og hefur fjölþætt notkunargildi. Hægt að nota bæði spari og hversdags og tekur svolítið  mið af því efni sem ég geri hana úr.“ segir Birna sem er mjög vandlát á efnin sem hún kaupir.

Aldrei fleiri en tuttugu og fimm

„Stundum fæ ég tíu metra af einhverju fallegu efni og stundum tuttugu metra og þannig verða sumar flíkur til í fleiri eintökum en aðrar. Flíkurnar verða þó aldrei  fleiri en tuttugu og fimm af hverri gerð. Þá ég við lit, prent og snið. Markmiðið er semsagt að búa aðeins til takmarkað upplag af flíkum úr sérstökum efnum sem ég finn á mörkuðum,“ segir Birna Karen sem lætur svo sauma flíkurnar á litlum saumastofum í Póllandi en þar hafa konurnar tíma til að sauma inn á milli árstíða hjá stærri framleiðendum.

Milliliðalaust og því ódýrara

„Ég er löngu kominn úr þessu fjöldaframleiðslu dæmi enda hefur það ekki höfðað til mín í mörg ár. Svo erum við þannig að við viljum ekkert endilega vera í eins fötum og allir hinir. Fólk sem kaupir mína hönnun er að kaupa hana beint af mér, þannig að þetta er alveg milliliðalaust og þar með miklu ódýrara en annars,“ segir Birna að lokum.

Pop-up verslun Birnu í hönnunarbúðinni Akkúrat stendur til 17 júní og er opin virka daga frá 10-19, laugadaga 10-18 og sunnudaga 11-17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“

Sigurrós um hörmuleg örlög bróður síns – Segir að aðrir íbúar hafi viljað opna inn til hans en því hafi verið hafnað – „Hann hefði ekki þurft að deyja þarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu

Ragnhildur segir mikilvægustu sjálfsræktina felast í þessu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu

Paris Hilton birtir sláandi myndband af heimili sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu