Talsmenn kóngafólksins hafa verið duglegir að upplýsa fólkið í landinu (Englandi aðallega) um hver næstu skref muni verða enda full ástæða til þar sem fjöldinn alllur af fólki stendur hreinlega á öndinni af eftirvæntingu.
Búist er við gríðarlegum mannfjölda í miðborg London þegar parið fagra stígur stóra skrefið og því eins gott að fólk sé vel upplýst.
„Annað sem þykir nokkuð markvert við þetta er að Harry prins hefur aldrei hitt tengdaföður sinn áður.“
Í morgun sendu talsmenn fjölskyldunnar frá sér langa fréttatilkynningu þar sem greint er frá framvindu mála. Það sem þykir fréttnæmast í þessu er að öfugt við það sem margir hafa spáð, verður það ekki móðir Megan, Doria Ragland, sem fylgir dömunni upp að altarinu, heldur faðir hennar Thomas.
Með þessu ætlar parið að halda í hefðirnar en hingað til hefur það ekki tíðkast að mæður fylgi tilvonandi mökum hinna konungbornu upp að altari.
Annað sem þykir nokkuð markvert við þetta er að Harry prins hefur aldrei hitt tengdaföður sinn áður. Þetta verða semsagt þeirra fyrstu kynni sem hlýtur að teljast svolítið sérstakt.
Í fréttatilkynningunni segir einnig að foreldrar brúðarinnar muni koma til Bretlands, viku fyrir vígsluna, og gefa sér tíma til að kynnast og spjalla við tengdafólkið tilvonandi. Það er Elísabetu drottningu, Karl og Kamillu, Kötu og Vilhjálm og aðra ættingja Harrys.
Tengdapabbinn Thomas á jafnframt að vera önnum kafin við að undirbúa sig með ýtarlegum lestri, enda engin smáræðis athöfn að „afhenda“ bresku konungsfjölskyldunni afkvæmi sitt.