Kvikmyndin Vargur var frumsýnd í Smárabíó í gærkvöldi og var þar fjöldinn allur af hressu fólki.
Myndin, sem fjallar um bræðurna Erik og Atla sem glíma báðir við fjárhagsvandræði, er leikstýrt af Berki Sigþórssyni en þetta er hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Með aðalhlutverk í myndinni fara Baltasar Breki Samper, Gísli Örn Garðarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Ingvar Sigurðsson og Anna Próchniak.
Myndin fékk mjög góðar viðtökur hjá áhorfendum í gær en Börkur hefur áður leikstýrt nokkrum þáttum af Ófærð. Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari DV, mætti á svæðið og smellti nokkrum myndum af eftirvæntingarfullum frumsýningargestum. „Það voru allir þarna,“ sagði hún þegar hún skellti myndunum inn í kerfið í morgun en hér má sjá nokkra góða gesti.