fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Þekktasti spilarýnir heimsins kemur á ráðstefnu í Laugardalshöll

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. maí 2018 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Vasel, frá Youtube stöðinni The Dice Tower, kemur til Íslands ásamt félaga sínum og rýninum Zee Garcia á ráðstefnuna Midgard sem haldin verður í Laugardalshöll 15. til 16. september. En á hátíðinni koma saman allir áhugamenn um borðspil, myndasögur og vísindaskáldskap.

Áður hafði verið skipulagt að Garcia kæmi ásamt Sam Healey en hann komst ekki vegna persónulegra ástæðna. Vasel, Garcia og Healey eru þekktastir fyrir Topp 10 listana sína sem þeir gera saman og dýnamíkin milli þeirra þykir einstök. Þeir ferðast um allan heim og taka þátt í ráðstefnum og stundum taka þeir upp topplista á vettvangi. Forvitnilegt verður að vita hvort þeir taki upp á því í Laugardalshöllinni.

Meðal annarra gesta sem mæta á ráðstefnuna má nefna Jeremy Bulloch sem lék Boba Fett í Star Wars myndinni The Empire Strikes Back og raddleikarinn Nick Jameson, sem meðal annars hefur talað inn á Sam og Max tölvuleikina.

Vasel er guðfræðingur og fyrrum stærðfræðikennari sem býr og starfar í Homestead í Flórída fylki. Árlega heldur hann eigin borðspilaráðstefnu í Orlando, gefur út spil og veitir verðlaun. Vasel stofnaði The Dice Tower sem bloggsíðu og hlaðvarp árið 2005 og um tíma var hann starfandi í Suður Kóreu. Fyrirtækið óx umtalsvert ár frá ári, sérstaklega eftir að hann hóf útsendingar á Youtube og nú er síðan sú stærsta og virtasta í heimi.

Vasel tilkynnti að hann kæmi til landsins í Spurt og svarað myndbandi sem sent var út í gær, sunnudag. Væntanlega mun hann ávarpa gesti og grípa í nokkur spil við ráðstefnugesti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa