fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
FókusKynning

Hjólreiðanámskeið í Öskjuhlíð: Skemmtilegri og öruggari hjólreiðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að kenna krökkunum að hjóla á öruggan hátt, að læra almennilega á fjallahjólin sín. Þetta snýst ekki um að hjóla eitthvað út í náttúruna og finna bara hörðustu staðina og stærstu steinana heldur að auka öryggi við erfiðar aðstæður,“ segir Kári Halldórsson, leiðbeinandi frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, sem heldur fjallahjólanámskeið fyrir börn og unglinga í sumar.

Fyrir utan aukið öryggi þá eru auknir notkunarmöguleikar helsta markmið þessarar kennslu: „Við viljum sýna krökkunum hvar er hægt að hjóla, sýna þeim hvað Öskjuhlíðin hefur upp á að bjóða og kenna þeim að hjóla þar svo þau viti hvað þau eru að gera. Hjólin geta nýst á fleiri vegu en bara til að fara í skólann. Við sýnum þeim staði í nágrenni við íbúahverfi í vesturhluta borgarinnar þar sem hægt er að skemmta sér mjög vel á fjallahjólinu.“

Þannig stuðla námskeiðin í senn að því að draga úr slysahættu og auka notkun krakkanna á hjólunum þannig að þau verja meiri tíma í holla útivist.

Kári stýrir þessum námskeiðum í samvinnu við Eyþór Þorsteinsson en báðir eru meðlimir í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Þátttakendum á námskeiðunum er skipt í fjóra aldurshópa en krakkarnir í þremur eldri hópunum æfa að hluta til saman, eftir því sem við á. Eldri hóparnir þrír eru 7–9 ára, 10–12 ára og 13–15 ára. En auk þess er nú í fyrsta skipti hópur 4–6 ára barna: „Ég hef mikinn áhuga á því að koma svona ungum krökkum í gang um leið og þau eru búin að læra á hjól, svo þau læri að hjóla rétt en hjóli ekki bara einhvern veginn. Það er mjög gefandi því þau eru svo spennt og finnst þetta allt svo skemmtilegt,“ segir Kári.  Myndir sem fylgja greininni eru frá fyrstu æfingunni með yngsta aldurshópnum.

Námskeiðin eru nýhafin en standa fram í byrjun júlí. Það er því alveg hægt að byrja núna. Auk þess hefjast námskeiðin á ný í ágúst og hægt að skrá sig í þau námskeið núna. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur, hfr.is, undir efnisflokknum Sumarnámskeið. Skráning á námskeið fer fram á vefsíðunni hfr.felog.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi