fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Eðalhestar á Andvaravöllum: Hestaparadís fyrir börnin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá reiðskólanum Eðalhestum, sem staðsettur er í hestamannafélaginu Spretti, að Andvaravöllum í Garðabæ, er boðið upp á skemmtileg reiðnámskeið fyrir börn í sumar. Lágmarksaldur þátttakenda er 6 ára en börn upp í 14 ára gömul stunda námskeiðin. Námskeiðin eru kennd kl. 9.00–13.30 og henta þau byrjendum.

Eftir byrjendanámskeið er hægt að koma á leikjanámskeið en þá eru börnin hjá Eðalhestum frá kl. 9–16.

Eftir hádegi frá kl. 13.00–16.00 er námskeið fyrir vana krakka.

Í öllum hópum er kappkostað að hafa kennsluna líflega, skemmtilega og fjölbreytta.

Í byrjendahópnum er farið yfir grunnreiðmennsku, þ.e. ásetu og stjórnun, hvernig á að umgangast hesta og leggja á. Farið er í jafnvægis- og ásetuæfingar, bóklega kennslu og sýnikennslu. Lágmarksaldur í þennan hóp er 6 ára.

Hópurinn Vanir krakkar er fyrir börn sem hafa komið oftar en þrisvar á námskeið eða eiga jafnvel hest. Áhersla er lögð á að nemendur geti farið að sjá um sinn hest að miklu leyti sjálf, t.d. að leggja á og beisla. Farið verður í skemmtilega reiðtúra í fallegri náttúru og verður borðað nesti í reiðtúr.

Mikilvægt er að börnin komi með nesti með sér á námskeiðin en á staðnum er eldhús, örbylgjuofn og samlokugrill til afnota.

Eigendur skólans eru Halla María Þórðardóttir og Magnús Líndal. Halla María er menntuð frá Háskólanum á Hólum og verður aðalleiðbeinandi krakkanna á námskeiðunum. Hún hefur mikla reynslu af hestum, jafnt kennslu sem keppnum.

Magnús hefur stundað nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri ásamt því að vera bóndi með hesta og kindur í sínum búrekstri. Bæði Halla og Magnús munu starfa við reiðskólann í sumar en auk þess mun annað starfsfólk koma að námskeiðunum.

Skráning á námskeiðin er í síma 867 1180 eða með Facebook-skilaboðum á Facebook-síðunni Reiðskólinn Eðalhestar. Skráning er hafin.

Ítarlegar upplýsingar um dagskrána eru á vefsíðunni edalhestar.weebly.com. https://edalhestar.weebly.com/um-okkur.html

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“