Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum sex til sextán ára. Fyrir yngsta aldurshópinn er boðið upp á Sumargaman, þar sem tvær brautir eru í boði og fyrir þau eldri eru sérhæfðari deildaskipt námskeið.
SUMARGAMAN fyrir börn á aldrinum 6–9 ára
Á námskeiðunum geta börnin valið um tvær brautir:
Íþróttabraut: Iðkendur munu meðal annars stunda handbolta, fótbolta, körfubolta, fimleika og frjálsíþróttir.
Lista- og sköpunarbraut: Brautin samanstendur af hreyfingu og útiveru, leikjum, göngutúrum, hjólaferðum, ævintýradögum, söng-og leiklist, föndurdögum, sundferðum, vettvangsferðum og dansi.
Báðar brautir fara saman í allar ferðir, svo sem ævintýraferðir, hjólaferðir, sundferðir og bæjarferðir.
Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2009–2012 og hefjast 11. júní og síðasta námskeið er 7.–10. ágúst. Námskeiðin fara fram á ÍR svæðinu við Skógarsel 12 og er íþróttafræðineminn Ísak Óli Traustason yfirstjórnandi námskeiðanna.
Gæsla er í boði án endurgjalds fyrir og eftir námskeið og boðið er upp á systkinaafslátt.
Allar nánari upplýsingar um tímasetningar og verð má finna á ir.is.
SÉRHÆFÐARI DEILDASKIPT NÁMSKEIÐ
Fyrir eldri börnin býður ÍR upp á sérhæfð deildanámskeið.
Knattspyrnuskóli ÍR
Knattspyrnuskóli ÍR er fyrir börn fædd 2006–2012 og verður starfræktur á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Boðið er upp á gæslu fyrir námskeiðin. Skólastjórar eru þrautreyndir og vel menntaðir þjálfarar, Kristján Gylfi Guðmundsson og Stefán Þór Jónsson.
Í skólanum verður unnið í grunntækni þáttum íþróttarinnar með einstaklingsmiðaða nálgun að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á að iðkendur snerti boltann oft, æfi knattstjórnun, snúninga, móttöku á bolta, sendingar, skotæfingar, spilæfingar og ýmsar tækniæfingar. Markmiðið er að allir auki knattfærni sína að námskeiði loknu.
Handboltaskóli ÍR
Handboltaskóli ÍR er fyrir börn fædd 2002–2007 og verður starfræktur í Austurbergi. Börnunum er skipt í tvo aldurshópa. Skólastjóri á námskeiðinu er Davíð Georgsson, íþróttafræðingur og leikmaður ÍR.
Markmannsþjálfun og fræðandi fyrirlestur verður á sínum stað. Meistaraflokksleikmenn koma í heimsókn og spjalla við krakkana.
Fimleikanámskeið ÍR
Sumarnámskeið í fimleikum fyrir börn fædd 2007–2011 fer fram í Breiðholtsskóla. Þjálfarar verða þær Elíana Sigurjónsdóttir og Tiana Ósk Whitworth auk gestakennara.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og þeim sem hafa áður æft með deildinni.
Körfuknattleiksnámskeið ÍR
Sumarnámskeið körfuknattleiksdeildar ÍR er fyrir börn fædd 2006–2010 og fara þau fram í Seljaskóla. Námskeiðin hefjast 11. júní og lýkur 17. ágúst. Yfirþjálfari er Brynjar Karl Sigurðsson.
Allar upplýsingar um sérhæfðari námskeiðin má finna á ir.is.
Setja í box:
Fleiri spennandi námskeið verða í boði hjá ÍR í sumar.
Allar upplýsingar um námskeið ÍR og skráningu á námskeið má finna á www.ir.is.