Eins og við höfum áður fjallað um er faðir Markle alveg bugaður yfir öllu fárinu í kringum þetta og treystir sér ekki til að fylgja henni í faðm bóndans tilvonandi. Hann lagðist jú undir hnífinn og fór í hjarta aðgerð á miðvikudaginn og þarf góðan tíma til að ná sér.
Í morgun kom enn ein yfirlýsingin frá Kensington höll en í henni var sagt frá því að sjálfur tengdapabbinn tilvonandi, Karl Bretaprins, myndi leiða hana upp að altarinu.
Fer hann þá með þau bæði?
Athöfnin fer fram í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala og hefst klukkan klukkan 12 að staðartíma sem er kl 11 hjá okkur.
Við erum svo spennt!