fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

NETFLIX: Nýjasta þáttaröð Arrested Development gefin út í 2 hlutum

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur gamanþáttanna Arrested Development hafa lengi beðið með mikilli eftirvæntingu eftir nýrri seríu og margir glöddust þegar tilkynnt var að sú fimmta yrði gefin út í lok maí.

Nú hefur streymiveitan tilkynnt að nýja serían verði gefin út í tveimur hlutum. Þættirnir eru 16 talsins og verða fyrstu 8 fáanlegir vestanhafs og víða þann 29. maí.

Arrested Development er ekki eina þáttaröðin sem gengur í gegnum þessa breytingu og verður hið sama gert með nýjustu þáttaraðirnar af The Ranch og Unbreakable Kimmy Schmidt.

Ástæða þessara skiptinga er sögð vera til að þættirnir eigi betri möguleika á Emmy-verðlaunum. Skilafresturinn til að senda inn efni til þátttöku er 31. maí.

Í tilfelli Arrested Development hefur nefndin tvo daga til að klára fyrri hluta seríunnar. Þó aðdáendur séu eflaust svekktir að geta ekki „hámhorft“ á þættina í einum rykk, bendir þetta til þess að framleiðendur hafi mikla trú á því sem þeir hafa í höndunum.

Fyrri þáttaraðirnar hafa unnið til fjölda verðlauna en sú fjórða kom út árið 2013 og fékk misjafnar viðtökur.

Seinni hluti fimmtu seríu verður gefinn út þegar líður að hausti.

Hins vegar þykir ólíklegt að þessi þáttaröð verði fáanleg á Netflix á Íslandi, líkt og hinar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?