fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Framhaldsgrein um hinsegin sögu: Konur, klæðskiptingar og verur með óræð kyneinkenni – 2. hluti

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 16. maí 2018 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi samantekt birtist fyrst í 8. bls grein í tímaritinu Bleikt og blátt árið 2000. Orðalagið hefur nú verið uppfært og greininni skipt í nokkra kafla. 

Í gærkvöldi birtist hér á FÓKUS/DV, fyrsti hluti greinaraðar um hinsegin menningu í gegnum aldirnar. Þar var meðal annars fjallað um andlega samkynhneigð og undarlegar manndómsvígslur en í eftirfarandi grein ætlum við aðeins að skoða konur, klæðskiptinga og fólk með óræð kyneinkenni.

Samkynhneigð á milli kvenna hefur ekki borið jafn mikið á góma og ástleitnar kenndir frá karli til karls.

Að sama skapi hefur verið lítið um frásagnir af kvendómsvígslum af þessum toga en þó eitthvað. Í Melanesíu voru (og eru) ungar stúlkur stundum hvattar til að eiga kynferðislegt samræði við sér eldri konur til þess að vígja sig inn í fullorðinsárin og á Spörtu til forna þótti ekkert eðlilegra en að konur löðuðust hver að annari.

Plutarch var á því að jafnvel virðulegustu konur yrðu hugfangnar af ungum stúlkum og hann gat ekki séð að það væri nokkur skapaður hlutur að því, þó önnur lögmál væru í gildi fyrir karlana.

Orðið „lesbía“ rekur nafn sitt til eyjunnar Lesbos í Miðjarðarhafinu en sögur herma að þar hafi gríska skáldkonan Sappho rekið akademíu fyrir ungar stúlkur á sjöundu öld fyrir kristsburð.

Unaðsfull ljóð hennar fjölluðu oftar en ekki um hugástir, ástríður og afbrýðissemi á milli kvenna þó stundum hafi stöku karl ratað inn í ljóðin líka.

Sumir lærimenn halda því fram að þessi ljóð séu öll aðeins táknræn en fleiri hallast að því að þetta hafi verið raunveruleg ástarljóð til kvenna og Ovid lýsti þeim hreinlega sem leiðarvísi að samkynhneigðum ástum kvenna á milli.

Svona RTFM? Kannski?

Hinn undursamlegi Hermafródítus

Hermafródítus: Nei blessaður! uð…? aður…? Uuuu?

Þegar nútímabörn fæðast með óræð kyneinkenni þá er því næstum því alltaf breytt með tilheyrandi skurðaðgerðum.

Okkur mannfólkinu virðist ekki líka það nógu vel að mannvera sé hvorki verið karl né kona, þrátt fyrir að skapari okkar virðist sjá góða ástæðu til þess að láta fólk fæðast sem hvorutveggja.

Enska orðið yfir manneskju með óræð kyneinkenni er „hermafrodite“, en Hermafródítus var afkvæmi guðanna Hermesar og Afródítu.

Sá taldist hvorki karl né kona en var guðdómlega fagur og heillandi og höfðaði til beggja kynja samkvæmt Orvid.

Á Kýpur er að finna elstu minjar sem til eru um dýrkun á Hermafródítusi og í Aþenu leynast einnig merki um tilbeiðslu hánar.

Það hefur semsagt tíðkast bæði lengi og víða um heim, að fólk hafi dálæti á manneskjum með óræð kyneinkenni sem einhverskonar hugarfóstrum en þegar þessar manneskjur mæta ljóslifandi til leiks þá verður hræðslan gjarna hrifningunni yfirsterkari og börnin eru „leiðrétt“ án þess að hafa neitt um það að segja sjálf.

Hinn undursamlegi David Bowie heitinn lagði reyndar sín lóð á vogarskálarnar á síðustu öld og leitaðist við að milda viðhorf vesturlandabúa til hinna kynlausu, kynblendnu og kynóræðu hér á jörð. Með því má kannski segja að hann hafi á sinn hátt rutt brautina fyrir það sem síðar kom enda jákvæða viðhorfsbreytingin til kynsegin fólks næstum því mælanleg milli mánaða.

Týndir hlekkir – skrítnar skýringar

Plató reyndi að útskýra undarlega togstreitu kynjanna í leikriti sínu Symposium.

Þar lætur hann Aristophanes segja sögu frá því að í árdaga mannkyns hafi þrjár tegundir af verum gengið á jörðinni; karlkyns, kvenkyns og með óræð kyneinkenni.

Allar þessar verur voru einskonar síamstvíburar, með fjóra fætur og fjóra handleggi. Þessar verur urðu svo valdamiklar að Seifur ákvað að skilja þær að í tvo hluta:

Líkamshlutar karlkyns veranna urðu að hommum, líkamshlutar kvenkyns veranna urðu að lesbíum og tvíkynja verurnar sem voru klofnar í tvennt, breyttust annars vegar í karlmenn sem girnast konur og eru þeim um leið ótrúir og kvenhlutarnir urðu að samskonar kvenmönnum.

Þetta átti svo að útskýra framhjáhald og aðra undarlega hegðun okkar í ástarmálum. -Við erum semsagt intersex einstaklingar að leita aftur í uppruna okkar!

Takk Plató. Takk Aristophanes. Við þurftum þetta.

Framhald á morgun…

 Helstu heimildir í þessari greinaröð koma úr bókinni Sex and spirit e. Clifford Bishop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“