Liðsmenn Apóteksins hafa að undanförnu verið ansi sniðugir við að bjóða upp á viðburði af þessu tagi. Viðburðirnir hafa verið vel sóttir enda mælist þessi fjölbreytni vel fyrir.
Smelltu hér til að skoða kleinuhringjauppskrift frá Le Kock.
Þeir Karl Óskar Smárason, Markús Ingi Guðnason og Knútur Hreiðarsson ætla að bjóða upp á fjögurra rétta seðil í samstarfi við kokkana á Apótekinu en segja má að þetta sé einskonar upphitun fyrir það sem koma skal því innan tíðar munu strákarnir á Le Kock opna nýjan veitingastað í miðbænum.
“Spicy” Kock súpa 1.590 kr.
reykt ýsa, grasker, tómatar, kartöflur og skelfiskur
Tilboð síðustu aldar 2.900 kr.
ostborgari og grískar franskar
Kóreskar franskar 1.000 kr.
pikklað chillí, kock-sósa, vorlaukur
“Philly cheese steak” samloka 2.900 kr.
kartöfluhleifur, rib eye, jalapeno pikkles, súrar gúrkur og reyktur ostur.
ATH: Aðeins fáanlegir frá 11.30 til 14.30 – 17.-19. maí.
Þetta er augljóslega eitthvað sem matarglaðar miðbæjarrottur ættu ekki að láta framhjá sér fara.