fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
FókusKynning

Sjóarinn síkáti í Grindavík: Fjölskylduvæn og metnaðarfull bæjarhátíð

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 13. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík er ávallt haldin fyrstu helgina í júní, 1.–3. júní, og markar hún upphaf bæjarhátíða sem fara fram víða um landið í sumar. Hátíðin er haldin í 23. skipti í ár og hefur alla jafna laðað til sín fjölda gesta, bæði brottflutta Grindvíkinga sem og aðra og margfaldast íbúafjöldi bæjarins um sjómannahelgina. Fjöldi viðburða við hæfi allrar fjölskyldunnar er í boði og ættu allir, heimamenn sem gestir, að finna eitthvað við sitt hæfi.

„Sjóarinn síkáti er fyrst og fremst fjölskylduhátíð, sem hefur verið haldin undanfarin ár með föstu sniði, en í ár ákváðum við að breyta aðeins frá fyrri hátíðum,“ segir Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Hátíðin hefst að vanda á föstudegi með því að hverfin hittast og grilla saman. Bænum er skipt í fjögur hverfi sem hvert eiga sinn lit: rauðan, bláan, appelsínugulan og grænan, og er gestum bent á að klæða sig eftir hverfislit síns gestgjafa, ef þeir vilja. Eftir grill er síðan skrúðganga frá hverju hverfi fyrir sig, þar sem allir sameinast síðan á einum stað og ganga fylktu liði niður Hafnargötuna niður á hátíðarsvæðið við höfnina. Þar er dagskrá á sviðinu og Ingó veðurguð mun stjórna brekkusöng, en ekki verður bryggjuball eins og verið hefur. „Þetta er helsta breytingin á hátíðinni, að stytta kvölddagskrána á föstudagskvöldinu og leggja frekar áherslu á laugardagskvöldið,“ segir Björg.

Mynd: Heiða Dís

Einvala lið söngvara flytur íslensk lög á stórtónleikum

Hefðbundin dagskrá er síðan að deginum til á laugardag, en kl. 20 á laugardagskvöld hefst dagskráin á því að rapparar stíga á svið, þar á meðal Viktor Örn Hjálmarsson, sem keppti í söngkeppni Samfés fyrir stuttu. Herra Hnetusmjör kemur síðan með sína félaga. Síðan kl. 21 tekur Grétar Örvarsson við, en hann leiðir stóra hljómsveit og fjöldi landsþekktra söngvara kemur fram. Áhersla er lögð á íslenska tónlist og nokkur sjómannalög fá að fljóta með í tilefni sjómannadagsins en miðað er við að lagavalið sé áheyrendum kunnuglegt og að góð stemning skapist. Friðrik Dór, Ágústa Eva, Sigga Beinteins, Eyþór Ingi, Pálmi Gunnarsson og Grindvíkingarnir Tómas Guðmundsson og Íris Kristinsdóttir stíga á sviðið.

Mynd: Heiða Dís

Sjómenn heiðraðir í hátíðardagskrá á sunnudag

Á sunnudag er síðan hátíðardagskrá. „Við höldum okkur við þá hefð að sunnudagurinn er hátíðlegur, byrjað er í Grindavíkurkirkju með hátíðarmessu, síðan gengið að minnismerkinu um látna sjómenn og loks að hátíðarsviðinu þar sem sjómenn verða heiðraðir fyrir störf sín.“

Mynd: Heiða Dís

Fjöldi viðburða í aðdraganda sjómannahelgar

„Vikuna fyrir sjómannahelgina er einnig dagskrá í boði: í Kvikunni verða fyrirlestrar og kynning á verkefnum sem Grindvíkingar eru að vinna að, Strandminjar sem við vinnum í samstarfi við Minja- og sögufélagið, og á fimmtudagskvöld verður hún Berta Dröfn Ómarsdóttir með tónleika í kirkjunni, sem heita Klassík fyrir sjóara.“

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Sjóaranum síkáta, hvort sem fólk gerir sér dagsferð suður með sjó eða dvelur í Grindavík alla helgina.

Mynd: Heiða Dís

Upplýsingar um dagskrá Sjóarans síkáta má finna í heild sinni inn á heimasíðu Grindavíkur: grindavik.is.

Mynd: Heiða Dís
Mynd: Heiða Dís
Mynd: Heiða Dís
Mynd: Heiða Dís
Mynd: Heiða Dís
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi