fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein: „Ég missti 5 kíló á fimm dögum. Ég hélt engu niðri.“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 11. maí 2018 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískumerkisins Marchesa, tjáði sig opinskátt í viðtali við Vogue sem birt var  í gær en þetta er í fyrsta sinn sem hún opnar á málið.

Chapman til vinstri ásamt Keren Craig og Jacquetta Wheeler.
Mynd: Frederike Helwig, Vogue, 2006

Í viðtalinu, sem tekið var í febrúar s.l. segist hún hafa metið það sem svo að réttast hefði verið fyrir hana að halda sig úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar féllu á hendur Weinsteins í október.

Þetta segist hún hafa gert í virðingarskyni við fórnarlömb fyrrum kvikmyndarisans.

Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum og stendur nú yfir rannsókn hjá lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles vegna málsins.

Grætur fyrir hönd barnanna

„Ég er ekki ein þeirra sem hefur endalaust áhyggjur af eiginmanninum sínum og þarf að vita hvar hann er öllum stundum,“ segir hún og bætir við að hún hafi lengi staðið í þeirri trú um að þau ættu í hamingjusömu og eðlilegu hjónabandi. Saman eiga þau tvö börn, soninn Dashiell (5 ára) og dótturina Indiu (7 ára).

„Ég var greinilega mjög vitlaus,“ segir hún í viðtalinu: „Nú koma reglulega upp tímabil hjá mér þar sem ég verð reið, ringluð og veit ekki hverju ég á að trúa. Svo koma tímabil þar sem ég græt fyrir hönd barna minna. Hvernig verður líf þeirra í framtíðinni? Hvað mun fólk segja við þau?“

Georgina býr með börnunum þeirra Weinsteins í New York en framleiðandinn dvelur nú á meðferðarstöðinni Gentle Path – The Meadows í Arizona vegna kynlífsfíknar sinnar og gaman er að geta þess að Kevin Spacey er einmitt í meðferð á sama stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við