fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
FókusKynning

Bjarkarblóm: Fallegir vendir og gjafavara til að gleðja mömmu

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Bjarkarblómum er lögð mikil áhersla á framúrskarandi úrval af ferskum blómum auk fjölbreyttrar gjafavöru þar sem íslensk hönnun skipar stóran sess.

„Sumarlegir blómvendir eru vinsælastir fyrir mæðradaginn, það er enginn einn litur sem er alls ráðandi. Bleiku blómin hafa oft staðið upp úr, en ekki algilt samt,“ segir Bergþóra Björg Karlsdóttir, eigandi Bjarkarblóma sem staðsett er við nýja innganginn í Smáralind og í Þorlákshöfn.

„Það er algengt að feður komi með börn sín alveg frá 1–2 ára aldri að velja blóm handa mömmu. Dagurinn er orðinn stærri í blómum en konudagurinn og mömmur eru á öllum aldri. Það eiga flestir mömmu, en það eiga ekki allir konu eða kærustu.“

Bergþóra byrjaði í blómabransanum í mars 2010 hjá fyrri eiganda Bjarkarblóma. „Það leiddi til þess að ég fór í garðyrkjuskólann og í verknám hjá henni og  ég útskrifaðist sem blómaskreytir 2014. Þá flutti ég til Þorlákshafnar og opnaði búðina þar, síðan í fyrra ákvað fyrri eigandi að selja fyrirtækið og ég ákvað að kaupa minn gamla vinnustað.“

Gjafir sem henta vel með handa mömmu

Margir velja að láta litla gjöf fylgja með blómvendinum og hjá Bjarkarblómum fæst ýmis gjafavara sem hentar vel með: til dæmis hjörtu sem á stendur „mamma er besta mamma í heimi,“ bollar, súkkulaði og púðar.

„Hjá okkur fást púðar frá J B art sem eru mjög vinsælir með kvenkynsstikkorðum, eins og einstök, falleg, frábær, æðisleg, kærleiksrík og svo framvegis sem segir allt sem segja þarf um mömmu manns. En blómin eru samt númer 1, 2 og 3 á mæðradeginum.“

Bjarkarblóm er með heimasíðuna bjarkarblom.is og er einnig á Facebook, Instagram og Snapchat. Síminn er 578-5075 og netfangið bjarkarblom@bjarkarblom.is. „Á Snapchat má fylgjast með blómum, tilboðum og eins þegar ég er að útbúa blómaskreytingar.“

 

Opnunartími:
Mánudaga–miðvikudaga kl. 10–19
Fimmtudaga kl. 10–21
Föstudaga kl. 10–19
Laugardaga kl. 10–18
Sunnudaga kl. 12–18
Bjarkarblóm í Þorlákshöfn er opin frá kl. 13–17 miðviku-, fimmtu- og föstudaga.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“