fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

KVIKMYNDIR: 15 staðreyndir um Fight Club sem enginn ræðir

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að fyrsta regla Slagsmálaklúbbs David Fincher sé sú að það megi ekkert ræða hann, er nærri ómögulegt að ræða ekki þessa kvikmynd sem víða er talin ein sú áhrifamesta frá seinni hluta tíunda áratugarins.

Myndin fjallar um skrifstofumann sem þjáist af svefnleysi sem leitar allra leiða til þess að breyta lífi sínu. Þegar hann kemst í kynni við sápugerðarmann sem undirbýr slagsmálaklúbb tekur hversdagurinn á sig aðra mynd og hlutirnir eru alls ekki eins og þeir virðast í fyrstu.

Það þarf ekki að leita langt til að sjá að ekki var tekið vel í Fight Club á sínum tíma.

Myndin hlaut dræma aðsókn og voru gagnrýnendur annaðhvort á því að hér væri um að ræða meistaraverk eða hrokafulla þvælu.

Til langs tíma litið er „költ“ staða myndarinnar ótvíræð og eru fáar myndir frá leikstjóranum Fincher sem hefur verið jafn oft vitnað í.

Kvikmyndin fær að njóta sín annað kvöld í Bíó Paradís á sérstakri föstudagspartísýningu þar sem gestir eru hvattir til þess að mæta með góða stemningu og eru veitingar leyfðar í sal.

Aðdáendur myndarinnar eru þar af leiðandi komnir með sjaldgæft tækifæri til að sjá eina af óvenjulegustu svörtu gamanmyndum allra tíma á stóru tjaldi.

Brjótum nú fyrstu tvær reglur klúbbsins og ræðum merkilegar staðreyndir um myndina.

1. Samkvæmt David Fincher sést í Starbucks bolla í hverri einustu senu myndarinnar.

2. Var laminn í útilegu

Chuck Palahniuk, höfundur bókarinnar sem myndin er byggð á, fékk hugmyndina að sögunni eftir að var ráðist á hann í útilegu.

3. Horfðu á UFC

Brad Pitt og Edward Norton æfðu báðir box, taekwondo og horfðu samanlagt á margar klukkustundir af efni af UFC bardögum til að búa sig undir slagsmálasenurnar sínar.

4. Vildu Russell Crowe sem Tyler

Framleiðendur vildu fá Russell Crowe í hlutverk Tylers Durden áður en Brad Pitt gekk frá samningnum.

5. Uhhhhh… Ohhhh

Brad Pitt og Helena Bonham Carter eyddu þremur dögum í að taka upp kynlífshljóð og ánægjustunur fyrir ástarsenur sem aldrei sjást í mynd.

6. Í fjórða sæti yfir bestu myndir allra tíma

Árið 2005 birti tímaritið Total Film lista yfir 100 bestu myndum allra tíma. Fight Club lenti í fjórða sæti.

7. Stærð 79-Ö

Gervibrjóst söngvarans Meat Loaf í myndinni eru uppfull af fuglafræjum í raun.

8. Mamma og pabbi… veriði heima

Brad Pitt mælti harðlega gegn því að foreldrar hans sæju myndina.

9. Nú er ég blindfullur

Í myndinni sjást þeir Pitt og Norton slá golfkúlur með kylfum fyrir utan húsið þeirra og áttu báðir að vera ölvaðir. Þetta krafðist víst ekki mikilla leikhæfileika í ljósi þess að báðir leikarar voru blindfullir þegar upptökur senunnar fóru fram.

10. Máluð með vinstri

Helena Bonham Carter var ekki sannfærð um að persóna hennar, Marla Singer, kynni að farða sig almennilega. Þess vegna bað hún um að rétthentur förðunarmeistari myndarinnar myndi farða Carter með vinstri hendi.

11. Með sjö sinnum hærri laun

Brad Pitt var orðinn að svo mikilli stórstjörnu á þessum tíma að hann fékk greidd sjö sinnum hærri laun heldur en aðrir leikarar sem fóru með stór hlutverk í myndinni.

12. Reykti í sig astmakast

Marla Singer reykir svo oft í myndinni að leikkonan fékk bronkítis á meðan tökum stóð, en hún notaðist við alvöru sígarettur í hverri töku.

13. Hötuðu báðir bjöllur

Bæði Norton og Pitt er meinilla við Volkswagen bjöllur og kröfðust þeir þess að ein bifreiðin sem þeir berja í með hafnaboltakylfum væri einmitt slík bifreið. Þeim var afar skemmt.

14. Nýr hæfileiki

Báðir aðalleikarar myndarinnar lærðu að búa til sápu við gerð hennar.

 

15. Hinn nafnlausi Norton

Eins og glöggir aðdáendur vita, er persóna Edwards Norton aldrei nefnd á nafn, en ýmsar getgátur eru dreifðar um alla söguna.

 

 

Lestu hér um karlmennskuna eins og hún birtist í Fight Club og stöðu karlmennskunnar í dag. 

Manst þú eftir fleiri léttgeggjuðum staðreyndum sem snúa að myndinni? Endilega bættu þeim við hér í kommentakerfinu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“