fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Svona getur þú lifað 14 árum lengur: Vísindamenn í Harvard hafa fundið lausnina

Fókus
Þriðjudaginn 1. maí 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Harvard-háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum segja að fimm tiltölulega einföld atriði, sem flestir ættu að geta tamið sér, geti lengt líf okkar um allt að fjórtán ár.

Þau atriði sem vísindamenn nefna til sögunnar eru þó ekki ný af nálinni, ef svo má segja, en það sem kemur kannski á óvart er það hversu mikil áhrif þessi atriði hafa.

Þau fimm atriði sem vísindamenn nefna til sögunnar eru hreyfing, hollt og fjölbreytt mataræði, mikilvægi þess að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, ekki drekka of mikið áfengi og ekki reykja.

Hálftími á dag kemur skapinu í lag

Með hreyfingu er átt við 30 mínútna hreyfing undir meðalmiklu eða miklu álagi, hófleg drykkja er eitt glas (150 ml) af léttvíni á dag hjá konum en allt að tvö glös hjá körlum.

Þá er heilbrigð líkamsþyngd metin út frá BMI-stuðli á bilinu 18,5 til 24,9.

Telja vísindamenn að ef fólk temur sér þennan lífsstíl, öll þau fimm atriði sem hér eru talin upp, geti konur lifað fjórtán árum lengur en ella og karlar tólf árum lengur.

Niðurstöður samanburðarrannsóknar hvað þetta varðar birtust nýlega í tímaritinu Circulation. Skoðaðar voru fjölmargar rannsóknir, allt að 30 ár aftur í tímann, þar sem finna mátti upplýsingar um 78 þúsund konur og 44 þúsund karla.

Heilbrigður lífsstíll skiptir sköpum

Við fimmtugt gátu konur sem tömdu sér öll fimm atriðin vænst þess að lifa í 43 ár til viðbótar á meðan konur sem tömdu sér ekkert þessara fimm atriða gátu vænst þess að lifa í 29 ár til viðbótar. Munurinn er heil fjórtán ár. Og hjá körlum gátu þeir sem tömdu sér öll atriðin vænst þess að lifa í 37,6 ár til viðbótar en 25,5 ár ef þeir tömdu sér ekkert þessara atriða.

„Þegar við héldum af stað í þessa rannsókn reiknaði ég að sjálfsögðu með því að sjá mun,“ segir Meir Stampfer, einn þeirra vísindamanna sem stóð fyrir skýrslunni, í samtali við Guardian. „En það sem kom mest á óvart var þessi mikli munur,“ bætir hún við.

Þeir sem temja sér heilbrigðari lífsstíl eru síður líklegri til að þjást af alvarlegum sjúkdómum síðar meir, til dæmis krabbameini eða hjartasjúkdómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024