Árið 1959 kom út kvikmyndin Journey to the Center of the Earth, byggð á skáldsögu Jules Verne.
Í myndinni léku stórleikarar á borð við James Mason og Pat Boone en vegna þess að sagan gerist að mestu leyti á Íslandi var fenginn innfæddur maður til að leika leiðsögumanninn Hans Bjelke, nokkuð einfaldan mann sem átti öndina Geirþrúði sem gæludýr.
Pétur Rögnvaldsson frjálsíþróttamaður var fenginn til verksins en hann var búsettur í Kaliforníu. Hann þótti túlka hlutverkið svo vel að honum var boðinn langtímasamningur í Hollywood sem hann hafnaði.
Pétur, sem kallaði sig Peter Ronson, keppti í 110 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Róm. Hann lést árið 2007.