fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Atli Steinn fékk lánaða bókasafnsbók með óvæntum afleiðingum: „Passið hvað þið setjið á Facebook – þið gætuð þurft að þýða það“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. apríl 2018 19:00

Atli Steinn Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkarinn, gleðigjafinn, íslenskuseníið og prófarkalesarinn Atli Steinn Guðmundsson hefur verið búsettur í Noregi, ásamt konu sinni, Rósu Lind Björnsdóttur, frá því í maí árið 2010. Atli Steinn sem er með þrjár háskólagráður vinnur í fullu starfi hjá AGA gasframleiðandanum og í hlutastarfi sem prófarkalesari hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifar líka af og til fréttir frá Noregi.

Þannig viðheldur hann meðal annars íslenskunni og tengslunum við Ísland. Atli Steinn er líka  einstaklega minnugur og rifjar ítrekað upp á Facebooksíðu sinni, sér sjálfum og vinum hans til skemmtunar, ýmsa atburði sem á daga hans hafa drifið. Í nýjustu Facebookfærslu hans varar hann fólk þó við hvað það setji á Facebook, því þá geta hlutirnir svo sannarlega farið að gerast.

Í maí í fyrra státaði Atli Steinn sig af því að vera loksins kominn með að láni nýjustu bók norska rithöfundarins Jan Erik Fjell, eftir að hafa beðið lengi eftir henni á bókasafninu. Lofaði hann bókina og sagði það verk fyrir íslenska útgefendur að ná samningum við Fjell og þýða bókina. Það var akkúrat það sem gerðist, Björt bókaútgáfa samdi við Fjell og bauð Atla Steini að þýða bókina.

Tæpu ári síðar og ómældum vinnustundum ofan á vinnu og aukavinnu og allt er bókin komin út og skellti Atli Steinn að sjálfsögðu í veglega og fróða Facebookfærslu um málið.

Vert er að geta þess að bókin er fimmta bók Fjell og því hlýtur að liggja beinast við að Atli Steinn fari í að þýða hinar fjórar.

Í maí í fyrra lagði ég í einhverju kæruleysi út pistil hér um að ég væri loksins kominn með bókina Lykkejegeren eftir…

Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 6. apríl 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“