fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

IKEA með jakkaföt á markað: Hver vill ekki dressa sig í stíl við stofusófann?

Fókus
Mánudaginn 30. apríl 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver hefur ekki látið sig dreyma um að eiga jakkaföt í stíl við sófasettið og gardínurnar?

Samstarf hverskonar hefur verið sérlega vinsælt hjá helstu stórfyrirtækjum heims síðustu árin og IKEA hafa ekki látið sitt eftir liggja í að mynda skemmtileg teymi. Nýjasta uppátæki þeirra er samvinna við virtu bresku klæðskerana hjá Savile Row en nú getur fólk dressað sig upp í stíl við húsgögnin!

Þetta er vægast sagt frumlegt hjá þessum sænsku sérfræðingum sem hingað til hafa haft alveg einstakt lag á að lokka okkur til að kaupa allskonar dót sem við höldum að við getum bara ekki verið án; servíettur, sprittkerti og ljósaseríur fyrir garðinn. Nauðsynlegt!

En jakkaföt í stíl við húsgögnin? Já, maður spyr sig.

Sá sem fengin var til að hanna þessi framandi dress heitir William Hunt en tilgangurinn mun vera að fagna persónulegum blæbrigðum þegar heimilið er fegrað. Akkúrat.

Og í þessum tilgangi hefur áðurnefndur William Hunt búið til fjórar gerðir af jakkafötum sem koma til með að fást í takmörkuðu upplagi.

Verkefninu mun hafa verið hleypt af stokkunum þegar kannanir leiddu í ljós að um sextán milljónir Breta (25 prósent) játuðu að hafa ekki kjark í að tjá eigin persónuleika og smekk inni á heimilum sínum. Þá mun fólk jafnframt hafa látið í ljós löngun til að skreyta heimilið með litum en ekki vitað hvernig best væri að bera sig að.

Nú er spurning hvort þessi herferð hjá IKEA muni hjálpa eitthvað til?

Myndir: Getty

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“