fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Stebbi Jak: Söfnun á Karolina Fund fyrir sólóplötu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 18:00

Stefán Jakobsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu og Föstudagslaganna, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Í byrjun mars kom fyrsta lagið út, Flóttamaður, og er það aðgengilegt á YouTube og Spotify. Stebbi leitar nú eftir stuðningi í gegnum Karolina Fund til að fjármagna hluta verkefnisins.

„Svona verkefni er þungt í vöfum og síður en svo sjálfsagt að þetta gangi upp. Við vitum að við erum með gull í höndunum og höfum því ákveðið að leita eftir stuðningi í gegnum Karolina Fund til að fjármagna hluta verkefnisins,“ segir Stebbi.

„Síðan ég man eftir mér hefur tónlist verið minn besti vinur, sálufélagi, skjól og rými fyrir útrás. Þá gildir einu hvort ég er að hlusta á tónlist eða skapa hana eða túlka lög annara. Í gegnum tíðina hef ég komið að mörgum verkefnum og verið í mörgum hljómsveitum. Auk þess að skapa tónlist með vinum mínum hef ég tekið þátt í fjölda tónleikasýninga og heiðurstónleika,“ segir Stebbi.

„Öll þessi verkefni eiga það sameiginlegt að ég hef notið þeirra í botn og er þakklátur fyrir þau forréttindi að geta tvinnað saman mitt helsta áhugamál og atvinnu í samstarfi við frábært fagfólk og vini. Það hefur lengi blundað í mér að gefa út plötu í eigin nafni og eftir margra ára bið hef ég ákveðið að núna sé tími til kominn að láta til skara skríða.“

Stórhuga og metnaðarfullur hópur kemur að plötunni

Upptökur á þeim 10 lögum sem munu prýða plötuna eru langt komnar. Tónlistarmennirnir sem vinna með Stebba að plötunni eru Dimmufélagi hans Birgir Jónsson trommari, Hálfdán Árnason bassaleikara sem hefur meðal annars verið í hljómsveitunum Sign, Different Turnes og Himbrimi, gítarleikarinn Birkir Rafn Gíslason, sem hefur meðal annars verið í Himbrimi og Jónas Sig og ritvélar framtíðar. Halldór Á. Björnsson (Dóri í Legend) sér svo um píanó og aðra hljóðgerfla sem mynda hljóðheiminn í kringum bandið og naut Stebbi aðstoðar Magnúsar Þórs Sigmundssonar við textagerð.

Ólöf Erla hjá Svart Design mun sjá um alla hönnun sem verkefninu tengist, ásamt öðrum Dimmufélaga Stebba, Silla Geirdal bassaleikara.

„Við erum stórhuga og metnaðarfullur hópur sem umvefur JAK verkefnið,“ segir Stebbi.

Formlegur útgáfudagur er ekki kominn á plötuna, en stefnan er sett á miðjan maí og í kjölfarið verður plötunni fylgt eftir með tónleikum víða um land.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“